Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 3
Gefflu mér. ifirfl
Geföu mér, jörð, einn
grænan hvamm,
glitrandi af dögg og sól,
að lauga hug minn af hrolli
þeim,
sem heiftúð mannanna ól.
Gefðu mér lind og lítinn fugl,
sem Ijóðar um drottins frið,
á meðan sólin á morgni rís
við mjuklátan eflarnið.
Kyrrláan dal, með reyr og
runn,
rœtur og mold og sand,
sólheita steina, — ber og barr,
— blesað, ósnortið land.
Þar vil ég gista geislum hjá,
gefa mig himni og sól,
gleyma, hve þessi góða jörð
margt grimmt og flárátt ól.
Hulda
(Unnur Benediktsdóttir
Bjarklind).
Úrval
Útgefandi: Hilmir hf., Skipholti 33,
sími 35320, P. O. Box 533, Rvík. —
Ritstjórn:
Gylfi Gröndal,
Sigurður Hreiðar,
Sigurpáll Jónsson.
Dreifingarstjóri:
Oskar Karlsson.
Afgreiðsla:
Blaðadreifing, Skipholti 33,
sími 35320.
Káputeikning:
Halldór Pétursson.
Prentun og bókband:
Hilmir hf.
Myndamót:
Rafgraf hf.
Kemur út mánaðarlega. — Verð ár-
gangs kr. 400,00, i lausasölu kr. 40,00.