Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 80
Upp
hamrana
Eftir DAVID MACDONALD
Bagley fann hroll fara um sig.
Hann þelckti þennan hrikalega,
hratta og úfna höfða ofurvel,
lilct og aðrir íhúar Stóru-
Manneyjar, kanadisku eyjar-
innar, sem er skammt undan
strönd Nýju Brunswick- og
M ainefylkjanna.
Hjálparbeiðnin barst
klukkan hálf eitt að
nóttu. Þetta var aðfara-
nótt 26. febrúar árið
1963. Það var helkuldi,
og stormurinn æddi yfir Fundyflóa.
Símastúlkan á símstöðinni í Selsvík
hringdi í heila tylft dugmikilla fiski-
manna og skýrði þeim frá hjálpar-
beiðninni. Svo datt henni í hug að
hringja einnig í Vernon Bagley,
hjólbeinóttan, lítinn mann, 46 ára
að aldri, sem var veiðivörður þar í
þorpinu og gamansamasti náunginn
þar um slóðir. Bagley staulaðist
hálfsofandi að símanum, er hún
hringdi. Hann gerði sér varla grein
fyrir óveðrinu, sem skollið var á.
En skilaboð símastúlkunnar urðu
til þess, að hann glaðvaknaði sam-
stundis: „Það er einhver í nauðum
staddur fyrir neðan Suðvestur-
höfða.“
Bagley fann hroll fara um sig.
Hann þekkti þennan hrikalega,
bratta og úfna höfða ofurvel, líkt
og aðrir íbúar Stóru-Manneyjar,
kanadisku eyjarinnar, sem er
skammt undan strönd Nýju Bruns-
wick- og Mainefylkjanna. Höfðinn
teygir sig 200 fet upp yfir sjávar-