Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 54
52
ÚRVAL
ORÐ
OG
ORÐASAMBÖND
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í islenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri
en eina rétta merkingu að ræða.
Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn og metið þannig getu
sína, þ.e. 0,5 fyrir hvert algerlega rétt svar. Ef þú finnur rétta merkingu
19—20 orða, eru að líkindum mjög fróöur, en fróöur, ef Þú færð 17—18 orð
rétt. Ef þú þekkir íærri en 10, ertu fáfróöur.
1. snefsi: skapillska, snepill, hundstrýni, bræði, ögn, hæðni, hnýsni.
2. seyrinn: óhreinlyndur, soðinn, þolgóður, súr, sorafullur, votlendur, fúl-
lyndur, seigur.
1. að fúlgra e-m: að drepa e-n, að stríða e-m, að hafa andúð á e-m, að mis-
þyrrna e-m, að hygla e-m ,að hjálpa e-m, að skamma e-n.
4 ben: sár, teinn, band, dauði, ósk, hreistur. ör, þykkildi, fjármagn.
5. fdrepa: ávítur, sósa, igerð, áverki, skammir, endurtekning, dráp, jag, kal.
6. að ætla e-m af: að sjá um, að e-r oíreyni sig ekki, að taka frá handa
e-m, að útiloka e-n frá e-u, að álíta, að e-r hafi dáið, að ætlast til e-s
af e-m, að trúa e-u urri e-n.
'7. að rjóska sig: að herða sig upp, að þykkna upp, að létta til, að aka sér,
að hreyfa sig, að ferðbúa sig, að smáhósta.
8. rymur: hás, víður, hrörlegur, þrep, fjöl, hávaði, orðrómur, stórvaxinn
maður.
9. búlki: stafli, stallur, garði í fjárhúsi, setbekkur, haugur, langur raftur,
taug heysáta, stórbokki, trönur.
10. drundi: ófreskja: hávaði, þrjótur, dóni, afturendi, bikkja fretur.
11. pústur: pyngja, blástur, smápoki, hvíld, stunur, löðrungur, högg.
12. múkki: andartegund, veiðibjalla, skordýr, fýll, fiskur, heygarður, fjöldi,
mótbárur, hrúga, nagdýr, snoppa.
13. ljóður: gluggi, galli, bragarháttur, bragur, konungur, reykop, skáldskap-
ur, útúrsnúningur, innbyrðis afstaða og samband hluta á milli.
15. umhendis: eftirsóknarvert, auðvelt í takinu, fjarlægt, rétt, nætækt,
öfugt, torvelt.
16. að tyrta e-n: að æsa e-n upp, að slást upp á e-n, að refsa e-m, að stríða
e-m, að svíkja e-n, að móðga e-n.
17. að skegla sig: að aka sér, að berja sér, að gretta sig, að derra sig, að
raka sig, að slangra, að glenna sig.
18. að gjálpa: að skvettast, að skvampa, að skjögra, að hrópa, að næða, að
góna, að ana, að aðstoða, að gjamma.
19. mítur: meiðsli, hempa, hökull, biskupshúfa, ungviði, biskupsstafur, nízka,
þagnarfé, raddbreyting á kynþroskaskeiði, veldissproti.
20. örmull: skortur, eymd, leifar af e-u, vonlaus, snauður, merki e-s, vand-
ra5ði, ögn, hugarangur, aragrúi.