Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 117

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 117
SITT AF HVERJU UM GAGNSEMI 115 tveim, sem ég drap á í upphafi, því, sem nefna mætti kynvernd. Það sjónarmið hefur af mörgum ástæð- um orðið mönnum hugstæðara í seinni tíð. Meðal ástæðna fyrir því að áhugi erfðafræðinga beinist að kynvernd sérstaklega, síðustu 20 árin, má fyrst og fremst nefna hinar miklu framfarir og uppgötv- anir í kjanreðlisfræði og notkun kjarnorku á ýmsum sviðum. Til- koma geislavirkra efna og mikil og sífellt aukin notkun þeirra hef- ur í för með sér breytingar í um- hverfi mannsins og allra lífvera, sem er áhugaverð fyrir erfðavís- indin. Geislavirk efni eru þekkt fyr- ir að valda margskonar skaða með áhrifum sem þau hafa á líferni, þar á meðal líferni alls þess, sem lífsanda dregur. Á undanförnum árum höfum við oft verið minnt á návist þessara efna. Fréttir af kjarnorkusprengj- um fara vart fram hjá nokkrum manni. Notkun kj arnorkusprengna í síðustu heimstyrjöld skilur eftir sársaukafullar og skelfilegar minn- ingar. Notkun geislavirkra efna í iðnaði, við sjúkdómsgreiningar, sjúkdómsrannsóknir og lækningar eru orðin dagleg og sjálfsögð við- fangsefni mannanna. Það er aug- ljóst mál, að þessi hættulegu efni eiga ekki að vera áhugaverð fyrir erfðavísindamenn eina eða valda hópa manna, heldur áhugamál allra. FJÖREGG LÍFSINS OG STÓRVELDIN Stórveldin hafa veitt og veita stjarnfræðilegum upphæðum til kjarnvísinda. Þau hafa lagt mikið að mörkum til erfðavísinda, en það er sá þáttur líffræðinnar í dag, sem sumir skipa í sama sess innan hennar og kjarnvísindum er skipað innan eðlis- og efnafræði. Margir munu gera sér grein fyr- ir samhengi því, sem er milli efl- ingar erfðarannsókna samtímis því, sem kjarnvísindin eru efld til góðs og ills af ofurkappi stórveldanna. Væru atómsprengj ur einungis limlestingar og drápsvopn, hefðu erfðavísindin ekki notið sérstakrar umbunar síðustu árin umfram aðr- ar greinar náttúruvísinda. En því er þannig varið að atóm- vopnin eru annað og meira en drápsvopn og tæki til eyðingar á mannvirkjum. Þau bera einnig í sér mátt til að eitra og spilla kyn- og líkamsfrumum allra lífvera. Hér er um að kenna áhrifum geisla- virkni á litninga kynfrumanna krómósóminn, og annarra líkams- fruma og erfðastofna þá sem þeir bera og eru sérstaklega viðkvæm- ir fyrir geislunum. Áhrif slíkrar geislavirkni á líkamsfrumur getur haft í för með sér dauða frumunnar eða valdið breytingu á henni sem kann að kveikja illkynjaða sjúkdóma hjá einstaklingum. Verði kynfrumur fyrir geislavirkni, þannig að til skaða verði, getur hið sama komið fyrir þær og líkamsfrumurnar. Þær geta dáið eða breytzt í illkynja frumur en einnig geta eituráhrif- in orðið til þess að eyðileggja smærri eða stærri hluta af erfða- stofnkeðju litninganna. Þannig út- leikin getur kynfruman samt verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.