Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 103

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 103
LUNDÚNIR BRENNA 101 annað en rjúkandi rúst. Sama var að segja um krána „Þrjá trönur í Vintry“, krána „Galtarhausinn", sem var einn uppáhaldsstaður Shakespeares, og þar að auki var pósthúsið nú brunnið til kaldra kola. Það var ómögulegt að segja til um það, hversu margar bygg- ingar höfðu þegar orðið eldinum að bráð. Yfirvöldin voru alls staðar miður sín af skelfingu og vonleysi. Er Karl hafði hlustað á fréttir þessar, sendi hann eftir ráðherrum sínum og tilkynnti þeim, að hann tæki nú við yfirstjórn mála í borg- inni. Hann sagðist nú mundi taka við yfirstjórn eldvarnanna í City- hverfinu og gerast æðsta yfirvald borgarinnar, meðan þetta hættulega ástand ríkti. Hann sneri sér fyrst að framkvæmd þess allra nauðsyn- legasta og kom á laggirnar eld- varnastöðum umhverfis útjaðra eld- bogans mikla, sem breiddist stöðugt út. Þær voru átta talsins, en í hverri stöð störfuðu hundrað óbreyttir borgarar og þrjátíu hermenn. Þar var komið fyrir matarbirgðum og verðlaun voru heitin þeim, sem ynnu alla nóttina. Síðan voru meðlimir leyndarráðs konungs og ýmsir aðalsmenn settir til þess að hafa yfirumsjón með eldvarnarstöðvum þessum. Þeir fengu aðalbækistöð í Elyhöllinni í Holborn, og þaðan gáfu þeir kon- ungi og hertoganum af York skýrslu beina boðleið án nokkurra milliliða. En konungur hafði skipað hertog- ann sem yfirmann allra þessara framkvæmda. Síðan kallaði hann varaherlið til Lundúna frá öllum sýslunum umhverfis borgina. Borg- in þarfnaðist alls þess herliðs, sem hægt var að ná til. Þegar farið var að nálgast hádegi, hélt Karl konungur burt frá White- hallhöll og sigldi aftur til Queen- hithehafnarbakkans. Nú var eld- hafið að nálgast þetta svæði, og þegar konungur steig á land, bárust honum nýjar fréttir af ógnunum. Cutlers Hall var nú rústir einar, og sama var að segja um St. Michael Paternoster Royal, þar sem Dick Whittington, hinn frægi borgar- stjóri Lundúna, var grafinn. Konungur hraðaði nú ferð sinni eftir götunum, þangað sem menn hömuðust við að rífa niður sölu- skála og íbúðarhús. Það var kapp- hlaup við tímann, því að eldurinn var alveg á næstu grösum. Menn- irnir hrópuðu af fögnuði, er þeir sáu konung sinn, og konungur dvaldi þarna í rúman hálftíma og hélt áfram að hvetja þá, þangað til þeir höfðu lokið við að rífa húsin niður. En skömmu eftir að konung- ur var farinn burt, komu logarnir æðandi að þessu auða svæði, geyst- ust yfir það og lentu í húsum, sem voru tuttugu húslengdum í burtu. Og þaðan æddu þeir svo áfram í áttina til árinnar. Nú voru þúsundir borgarbúa komnir út á strætin. Þeir voru allir að reyna að flýja burt frá City- hverfinu til óbyggðra svæða, Moor- fields og annarra, sem voru nú þeirra eina örugga athvarf. Nú var ekki lengur neinn möguleiki á að fá athvarf í kirkjum á sjálfu bruna- svæðinu, því að hitinn inni í þeim varð stundum svo ofboðslegur, að steinarnir glóðu jafnvel, og þeir •<y>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.