Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 31
VELDUR SÓLIN DAUÐA MARGRA
29
það komizt að þeirri niðurstöðu,
að þegar mikil umbrot eru í sól-
inni með gosum og leiftrum þá
breytist efnasamsetning blóðsins
hjá mönnum og dýrum, hvítum
blóðkornum fækkar, en þeim teg-
undum, sem eru í eitlum sogæð-
anna, fjölgar. Chizhevsky not-
færiði sér þessar n,iðurstöður og
aðrar, þeirri kenningu sinni til
stuðnings, að sólin hefði bein áhrf
á lifandi verur, án meðalgöngu
breytilegs segulafls né neins ann-
ars. Hann fullyrti að einn þáttur-
inn í geislun frá sólinni, sem hann
kallaði Z-geislun, ykist mjög mikið
við og við, og gæti valdið sjúkum
eða hrumum líkama dauða. Af dán-
arorsökum, sem þetta veldur, séu
alvarlegar truflanir á starfsemi
taugakerfisins algengastar, síðan
komi kransæðastífla, í þriðja lagi
sjúklingar sem hafi aðra sjúkdóma
og fyrstir þeir sem hættir við heila-
blóðfalli. Chizhevsky birti árið
1982 grein í frönsku riti, þar sem
hann segist hafa rannsakað 45000
dæmi, og sér sé orðið það ljóst að
taugakerfinu sé hættast af öllum
líffærum við skemmdum af völdum
mikilla umbrota á sólu.
Sovézkir vísindamenn gefa nánar
gætur að kenningu Chizhevskys.
Sumir þeirra halda að það séu seg-
ulstormarnii’, en ekki sólin, sem
gera hina sjúku sjúkari, sumir vilja
sýkna sólina af öllum ákærum hans
gegn henni, segja hana engu þessu
geta valdið hvorki beint né óbeint.
Enn er verið að rökræða þetta, er
rannsóknir sem nú eru á döfinni
bæði í Sovétríkjunum og í öðrum
löndum, munu taka af allan vafa.
En hvernig sem svörin verða,
mun enginn þora að draga það í
efa, að sólblettir boði hættu. Sem
betur fer halda þeir sér í skefjum
að kalla .langoftast, ellefta hvert ár
fjölgar þeim svo til mikilla muna.
Síðast komu þeir fram með miklu
offorsi árið 1958, og er því von á
þeim á næsta ári, 1969.
Áður en fer að sjást til þeirra
verða settar upp stöðvar í ýmsum
borgum í Sovétríkjunum, sem eiga
að gefa þeim gætur og gera lækn-
um aðvart bæði um ofsafengin um-
brot á sólinni og um segulstorma.
Sjö lönd, og meðal. þeirra Sovét-
ríkin, höfðu samstarf sín á milli
um rannsóknir á þessu á því ári,
sem sólin hafði hægast um sig, en
það var á árunum 1964—1965. Til
athugana voru hafðar eldflaugar,
geimskip, sem fara umhverfis jörðu
og annað af tæknilegum nýjungum
sem gera það kleift að athuga áhrif
sólarinnar á lífið á jörðinni. Sam-
anburður á athugununum árin
1964—‘65 og því sem vænta má að
gerist á næsta ári og gerðist á öðr-
um árum mikilla umbrota, mun
hjálpa til þess að hið sanna komi í
ljós.
Upplýsingar, sem fengust frá
geimrannsóknastöð Sovétríkjanna,
Venusi 4., sýndu það að geimgeisl-
un sú sem spratt af umbrotum á
sólinni 1967, var mörghundruð sinn-
um sterkari en á árunum 1964—
‘65. Samt er búizt við miklu meiri
mun árð 1969. Þá mega læknar vera
við öllu búnir.
☆