Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 31

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 31
VELDUR SÓLIN DAUÐA MARGRA 29 það komizt að þeirri niðurstöðu, að þegar mikil umbrot eru í sól- inni með gosum og leiftrum þá breytist efnasamsetning blóðsins hjá mönnum og dýrum, hvítum blóðkornum fækkar, en þeim teg- undum, sem eru í eitlum sogæð- anna, fjölgar. Chizhevsky not- færiði sér þessar n,iðurstöður og aðrar, þeirri kenningu sinni til stuðnings, að sólin hefði bein áhrf á lifandi verur, án meðalgöngu breytilegs segulafls né neins ann- ars. Hann fullyrti að einn þáttur- inn í geislun frá sólinni, sem hann kallaði Z-geislun, ykist mjög mikið við og við, og gæti valdið sjúkum eða hrumum líkama dauða. Af dán- arorsökum, sem þetta veldur, séu alvarlegar truflanir á starfsemi taugakerfisins algengastar, síðan komi kransæðastífla, í þriðja lagi sjúklingar sem hafi aðra sjúkdóma og fyrstir þeir sem hættir við heila- blóðfalli. Chizhevsky birti árið 1982 grein í frönsku riti, þar sem hann segist hafa rannsakað 45000 dæmi, og sér sé orðið það ljóst að taugakerfinu sé hættast af öllum líffærum við skemmdum af völdum mikilla umbrota á sólu. Sovézkir vísindamenn gefa nánar gætur að kenningu Chizhevskys. Sumir þeirra halda að það séu seg- ulstormarnii’, en ekki sólin, sem gera hina sjúku sjúkari, sumir vilja sýkna sólina af öllum ákærum hans gegn henni, segja hana engu þessu geta valdið hvorki beint né óbeint. Enn er verið að rökræða þetta, er rannsóknir sem nú eru á döfinni bæði í Sovétríkjunum og í öðrum löndum, munu taka af allan vafa. En hvernig sem svörin verða, mun enginn þora að draga það í efa, að sólblettir boði hættu. Sem betur fer halda þeir sér í skefjum að kalla .langoftast, ellefta hvert ár fjölgar þeim svo til mikilla muna. Síðast komu þeir fram með miklu offorsi árið 1958, og er því von á þeim á næsta ári, 1969. Áður en fer að sjást til þeirra verða settar upp stöðvar í ýmsum borgum í Sovétríkjunum, sem eiga að gefa þeim gætur og gera lækn- um aðvart bæði um ofsafengin um- brot á sólinni og um segulstorma. Sjö lönd, og meðal. þeirra Sovét- ríkin, höfðu samstarf sín á milli um rannsóknir á þessu á því ári, sem sólin hafði hægast um sig, en það var á árunum 1964—1965. Til athugana voru hafðar eldflaugar, geimskip, sem fara umhverfis jörðu og annað af tæknilegum nýjungum sem gera það kleift að athuga áhrif sólarinnar á lífið á jörðinni. Sam- anburður á athugununum árin 1964—‘65 og því sem vænta má að gerist á næsta ári og gerðist á öðr- um árum mikilla umbrota, mun hjálpa til þess að hið sanna komi í ljós. Upplýsingar, sem fengust frá geimrannsóknastöð Sovétríkjanna, Venusi 4., sýndu það að geimgeisl- un sú sem spratt af umbrotum á sólinni 1967, var mörghundruð sinn- um sterkari en á árunum 1964— ‘65. Samt er búizt við miklu meiri mun árð 1969. Þá mega læknar vera við öllu búnir. ☆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.