Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
til manneldis hvítt og fallegt, en
e.t.v. ekki til að bæta gæði þess.
Til viðbótar hinni laumulegu
mengun á hinum ýmsu fæðutegund-
um til manneldis, sem örðugt er að
varast, þótt menn væru allir að vilja
gerðir, bætast við önnur efni, sem
neitt er af minni og minni varúð
og gagnrýni: Það eru lyfin.
AÐ BYRGJA BRUNNINN
Lyfjaát er orðið meiriháttar
vandamál í mörgum löndum. Það
skal tekið fram og lögð á það sér-
stök áherzla, að öllum mæðrum
ber að gjalda varhug við notkun
lyfja um meðgöngutímann. Þessu
til viðbótar er kvenfólki á frjó-
semisaldri (með vakandi vitund um
hugsanlegar afleiðingar af skiptum
sínum við hitt kynið) minnt á
hugsanlegar hættur af lyfjaáti.
Hvenær barn kemur undir er ekki
alltaf nákvæmlega tímasett hjá
konum. En það er á fyrstu dögum og
vikum meðgöngu, sem fóstrið er
talið næmast fyrir skaðlegum efn-
um einmitt þegar vitund konunnar
fyrir þungun er oft sofandi. Það
liggur í augum uppi hið oft sagða:
Það er of seint að byrgja brunn-
inn, þegar barnið er dottið ofan í.
Það er áríðandi að ljósmæður,
sem vegna stöðu sinnar í þjóðfé-
laginu verða oft að miðla leiðbein-
ingum til verðandi mæðra, geri sér
ljósa fræðsluskylduna í þessum
efnum. Dómsvaldið um notkun
lyfja á hvaða tíma sem er hjá
mæðrum, léttum og óléttum, eins
og hjá öllu öðru fólki, er í höndmn
lækna. í þeim efnum má enginn
annar taka sér úrskurðarvald.
Eftirminnilegasta viðvörun til
manna um hættur lyfja eru hinar
skelfilegu afleiðingar af völdum
thalidomid. Svo átakanlegt dæmi
til viðvörunar verður ekki að gagni,
nema líka sé munað eftir mýmörg-
umum áhættum, sem teknar eru
hjá þeim, sem éta lyfin (sögð al-
veg hættulaus) af óverulegu til-
efni, og stundum illa völdum tíma,
ef viðkomandi er t.d. þunguð.
i
I. YF J AERFÐ AFRÆÐI
Á síðari árum hefur tegundum
lyfja fjölgað gífurlega, og sífellt
bætast ný lyf við þau sem fyrir
eru. Auk þess sem lyf eru notuð
við skammvinna sjúkdóma, eru
önnur sem notuð eru til lækninga
eða til að halda niðri langvinnum
sjúkdómum, og sjúklingurinn þai’f
þá að taka þau mánuðum og jafn-
vel árum saman. Eftir því sem meir
er tekið af lyfjum, og sífellt fjöl-
breyttari tegundum, aukast líkurn-
ar á aukaverkunum þeirra. Sumar
þessar aukaverkanir koma fram
hjá öllum einstaklingum fyrr eða
síðar, en aðrar aukaverkanir lyfja
koma aðeins fram hjá sumum ein-
staklingum. Nú þegar eru þekkt
allmörg dæmi um aukaverkanir af
lyfjum, sem eiga sér arfbundnar
orsakir. Sú grein, sem fæst við
rannsóknir slíkra verkana hefur
verið að mótast hin síðari ár, og
kallast lyfjaerfðafræði. Hún hefur
þegar unnið nokkra athyglisverða
sigra. Henni hefur tekizt í sam-
bandi við nokkrar aukaverkanir
lyfja að sýna fram á þann örlitla
mun í efnasamsetningu líkamans,
sem getur skipt sköpum um, hvort