Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 94
Bókln
Lundúnir
brenna
iíftir HARRY EZRATBY
Lundúnir brenna,
Lundúnir brenna,
sœkið brunaliðsvagnvnn,
sækið brunaliðsvagninn,
Eldur! Eldur!
Eldwr! Eldur!
Hellið vatni á bálið,
hellið vatni á bálið.
í okkar augum er elds-
voðinn mikli, í Lund-
únum lítið meira en
sagnfræðileg dagsetn-
ing, sem við höfum lagt
á minnið. En Lundúnabúum þeirra
tíma var „Eldsvoðinn mikli“ sem
hryllileg martröð. David Weiss hef-
ur í bók sinni um atburð þennan
reynt að skeyta saman hin ýmsu
atriði atburðarásarinnar og lýsa
þannig þessum ógnardegi, þegar log-
arnir eyddu stórum hluta miðalda-
borgar, þar sem hin hræðilega drep-
sótt „svartidauði“, geisaði. Að vísu
varð þessi eyðing til þess að gera
það mögulegt að endurskipuleggja
hið geysistóra, eydda borgarsvæði á
glæsilegan hátt. David Weiss hefur
víða leitað fanga og styðst í frásögn
sinni við dagbækur, bréf, annála og
aðrar samtímaheimildir þessa ógn-
artíma.
Norðaustanvindurinn þaut yfir
92
Readers Digest
Lundúni snemma í morgunsárið.
Gluggahlerar skröltu, og það ískr-
aði í nafnskiltum veitingakránna,
er þau hristust til í vindinum. En
Samuel Pepys og Elísabet eiginkona
hans voru enn í fasta svefni á heim-
ili sínu í Seething Lane. Þegar Jane,
vinnukona þeirra, gekk út að glugg-
anum til þess að fá sér ferskt loft,
sá hún eldbjarma í fjarska. Hún
hljóp þá til svefnherbergis húsbónda
síns í miklu uppnámi.
„Það geisar eldsvoði í borginni!“
hrópaði hún. Pepys þaut inn í her-
bergi Jane. Jú, það gat að líta gula
eldsloga handan Mark Lane nokkru
fyrir vestan götuna, sem hann bjó
sjálfur við. Pepys fylltist þó ekki
neinum ótta, er hann virti þá fyrir
sér. Það urðu eldsvoðar í tugatali í
Lundúnum á ári hverju, en samt
urðu oftast aðeins nokkur hús eld-
inum að bráð hverju sinni. Og þessi
eldsvoði virtist ekkert ólíkur öðr-