Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 102
100
við augum hans. Árbakkinn var
eitt eldhaf á löngu svæði, allt vest-
ur til Steelyard.
Það vildi svo til, að Pepys var
þarna nálægt í bát, sem hann hafði
tekið á leigu stuttu eftir hádegi.
Konungurinn kom auga á hann og
bauð honum upp í Konungspramm-
ann, sem lagzt hafði við Queen-
hithehafnarbakkann. Þeir Pepys og
konungur höfðu vonað, að unnt
mundi reynast að stöðva útbreiðslu
eldsins ofan brúarinnar við hafnar-
krána „Þrjá trönur í Vintry“ og
við Botolphshafnarbakkann fyrir
neðan brúna. Enn á ný hvatti Pepys
til þess, að fleiri hús skyldu rifin,
en brátt varð það augsýnilegt, að
útbreiðsla eldsins var svo hröð, að
slíkt yrði tilgangslaust. Það leit út
fyrir, að kraftaverk eitt gæti nú
stöðvað eldsvoða þennan.
Hið hryllilega, en þó jafnframt
stórkostlega útsýni til eldhafsins frá
ánni dró Pepys aftur til sín síðar
um daginn, og því tók hann bát á
leigu enn einu sinni. í þetta skipti
var kona hans og nokkrir vinir með
honum. En nú var jafnvel ekki ör-
yggi að finna á ánni, því að reykj-
armökkurinn og eldglæringarnar
neyddu þau til þess að halda aftur
að landi. Þau Pepys og Elísabet létu
um sinn fyrir berast í öldurhúsi við
Bankside, á meðan „hinn hræðilegi,
illgjarni andstyggðareldur" gleypti
í sig árbakkann. Eldhafið var boga-
myndað að lögun og var nú orðið
hálf míla á lengd. Annar bogi
beygði sig mílufjórðung í norður-
átt inn í hjarta Cityhverfisins. Pepys
grét, er hann virti þessa ógnarsjón
ÚRVAL
fyrir sér og heyrði snarkið í hrynj-
andi bjálkum húsanna.
Þegar þau hjónin komu heim til
sín um kvöldið, sáu þau, að sumir
nágrannar þeirra voru að búa sig
undir að yfirgefa heimili sín, þar
eð þeir voru nú sannfærðir um, að
eldurinn næði innan skamms til
Seething Lane. Nú fylltist Pepys
ótta. Hann vakti vinnukonurnar.
Þau tóku nú til óspilltra málanna í
tunglskininu. Þau köstuðu dýn-
um, rúmstæðum, gólfteppum og
málverkum niður í garðinn, svo að
allt væri tilbúið til brottflutnings í
skyndi,ef eldurinn skyldi berast til
Seething Lane. Pepys setti peninga
sína í járnkistur niðri í kjallara og
fór með þýðingarmestu plöggin sín
til Flotamálaráðuneytisins. Þegar
allir aðrir í húsinu voru loks gengn-
ir til náða, kveikti Pepys á kerti,
settist niður og tók að skrá
atburði þessa sögulega dags í dag-
bókina sína.
ÞORPARAR OG HETJUR.
Mánudagsmorgunninn rann upp,
bjartur og tær, en það var enn
sterkur vestanvindur. Konungurinn
fór snemma á fætur í höll sinni í
Whitehall. Hann hafði ekki sofið
vel. Það hafði mátt greina djöful-
lega eldglóð á himninum alla nótt-
ina, og stundum yfirgnæfðu hróp
borgarbúa gnauð vindsins, er þeir
voru önnum kafnir við að reyna að
hefta útbreiðslu eldsins.
Fyrsti sendiboðinn, sem kom til
konungs þá um morguninn, skýrði
frá því, að Steelyardbáknið á ár-
bakkanum, en það náði yfir heilar
þrjár ekrur samtals, væri nú ekki