Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 23
VOÐI Á FERÐUM
21
að nafni Gustavo Colonnetti, kom
fram með aðra tillögu. Hann lagði
til að 15 lyftiskrúfur, sem hver gæti
valdið 1000 tonnum, skyldu látnar
rétta turninn um nokkra milli-
metra. Þá mundi verða hægt að
breikka undirstöðurnar. Fiat Com-
pany gizkaði á að verkið mundi
kosta um 15 milljónir dollara.
Próf. Romuald Cebertowicz
(póiskur) lagði til að kringum turn-
inn skyldi settar skeifulaga raf-
leiðslupípur hlaðnar háspennu-
straum. Pípumar skyldu fylltar
sérstökum vökva sem rafstraumur-
inn átti að orka þannig á að hann
dreifðist um undirstöðurnar. Eftir
svo sem 40 daga mundu undirstöð-
urnar fara að harðna eins og stein-
steypa gerir, og milljónir kúbik-
metra af þeim verða hart sem
steinn þannig að þetta nýja „stein-
steypulag“ næði 70 m í jörð niður.
Sovézkir sérfræðingar sendu líka
svör. Sovét-ítalska félagið skipaði
nefnd undir forustu Mikhail Tupo-
lev, sem er arkitekt. Af þeim 200
áætlunum um björgun turnsins,
sem fram hafa komið, er hið eftir-
tektarverðasta frá David Malkov, en
hann er verkfræðingur. Hann sting-
ur upp á því að boruð séu göt í
undirstöður turnsins og settir í þau
stálbjálkar eins og búmerang að
lögun. Þetta yrði sett í neðanjarð-
ar, svo það s.æist ekki að utan, og
mundu bjálkarnir mætast inni í
turninum í 16 m hæð frá gólfi, —
eða í aðdráttaraflsvæði hans miðju.
Bjálkarnir, sem væru þrír, mundu
þá líkjast sveigðum þrífæti, og
skyldu vera fastbundnir á stálhring,
sem festur væri á bönd tengd veggj-
unum, og mundi þá ekki nein
hætta á að þetta færi úr skorðum.
Enginn, sem að turninum kæmi,
mundi sjá nein verksummerki, en
turninn mundi sýnast vera að falla
jafnt eftir sem áður, — en falla þó
aldrei. Bjálkarnir þrír mundu hvíla
á vel styrktum undirstöðum, h. u. b.
15 m og ná 15 m út frá turninum.
Það er engin ástæða til þess að gráta yfir glataðri æsku, svo fram-
arlega sem við getum glaðzt yfir æskunni, sem blómagast i kringum
okkur.
J. D.
Þrennt, sem aldrei getur látið sér koma saman: tvær giftar konur
í sama húsi, tveir kettir með eina mús til skiptanna, tveir piparsvein-
ar á biðilsbuxum eftir sömu stúlkunni.
Irskur málsháttur.
Engin ill kona getur búið til góðan mat, til Þess Þarf örláta sál,
hjálpsama hönd og stórt hjarta. — A. M.