Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 15

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 15
TÍMAMIÐSTÖÐ HEIMSINS 13 straumar báru þá af leið. Afleið- ingin varð sú, að þeir voru oft fleiri hundruð mílur fjarri þeim stað, sern þeir héldu sig vera á. Og þúsundir skipa villtust af leið og strönduðu á skerjum og grynning- um. Siglingaþjóðir gerðu sér það ljóst, að til þess að forðast slíkt yrði að finna nákvæmari aðferð til þess að mæla hnattlengd. Og árið 1598 bauð Philip III. á Spáni 100.000 krónur hverjum þeim er það gæti. Hollendingar buðu 10.000 flórínur, og Bretar buðu ennþá bet- ur með 20.000 sterlingspundum. En það var aðallega í þeim tilgangi að leysa lengdargráðu-vandamál- ið, sem Charles konungur II. lét reisa Konunglega stjörnuturninn í Greenwich árið 1675. Glöggir vísindamenn gerðu sér grein fyrir því, að útreikningur hnattlengdar byggðist eingöngu á því, að hægt væri að mæla tím- ann nákvæmlega. Og ástæðan er þessi: Jörðin snýst heilan hring — 360 gráður — á hverjum 24 klst. Þannig hreyfðist hún um 15 gráður á hverri klukkustund. Gerum nú ráð fyrir, að skip sigli frá Lissabon, þegar sólin er í hvirfildepli. Gerum ennfremur ráð fyrir, að um borð sé klukka, sem stillt er samkvæmt Lissabon tíma. Ef skipstjórinn miðaði nú með sextung á sólina í hvirfildepli, þriðja daginn í hafi, og kæmist að raun um, að það væri nákvæmlega einnar klukkustundar munur á milli Lissabon-tíma og skipstímans, gæti hann vitað, að hann hefði ferðast 15 gráður, og þannig reiknað út hnattlengd stað- arins. Það sem sæfarar þörfnuðust því augljóslega var nákvæmari klukka. (Beztu klukkur þess tima voru dingul-klukkur, sem ekki gátu mælt tímann á hafi úti). Og upp- finningamaður þessarar mikilvægu klukku kom úr ólíklegustu átt. Hann hét John Harrison, og var ungur smiður í sveitaþorpinu Lincolnshire. Hann bjó til klukk- ur í tómstundum sínum (hann bjó jafnvel til klukku með gangverki úr tré). Árið 1726 hafði hon- um tekizt að búa til klukku, sem mældi tímann svo nákvæmt, að ekki skeikaði nema nokkrum sek- úndum á mánuði, og nú áleit hann, að sér gæti tekizt að búa til klukku sem væri eins nákvæm á hafi úti. Að þessu starfaði hann það sem eftir var ævinnar. Til þess að hljóta 20.000 punda verðlaunin varð Harrison að smíða klukku, sem væri nógu sterkbyggð til þess að þola sjóferðina frá Eng- landi til Vestur-Indía og heim aft- ur, nógu sveigjanleg til þess að bæta upp muninn á hita og raka, og nógu nákvæm til þess að ákveða hnattlengdina þannig, að ekki skeikaði um meira en hálfa gráðu. í fyrstu tilraun bjó hann til fyr- irferðarmikinn krónómeter, sem var um 72 pund á þyngd. Hann náði góðum árangri, en þó ekki nógu góðum. Og það var ekki fyrr en 1761, að hann gerði sína 4. til- raun, með klunnalegu úri ca. 5 tommur í þvermál, sem átti eftir að verða frægt í sjósögunni. John Harrison var þá orðinn 68 ára gamall og of þreklítill til þess að fara sjálfur í reynsluferðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.