Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 130
128
ÚRVAL
notað hana til ódæðisverksins. Þar
að auki hafði maðurinn fullkomlega
gilda fjarverusönnun. Hann hafði
sem sé verið í vinnu í járnsteypunni
á þeim tíma, er morðið var framið.
HULUNNI SVIPT BURT
Mannings varaði manninn við að
fara burt úr héraðinu og fór svo að
velta vöngum yfir veggkortum sín-
um og Ijósmyndum á nýjan leik.
Hann tók nú eftir því, að norð-
herbergið var hitað upp með olíu-
ofni. Hann minntist snögglega dá-
lítils atriðis, er honum varð hugs-
að til hins fræga máls Wensleys,
„Sjálfsmorðs saumakonunnar“.
Hann hljóp út í lögreglubíl og ók
í flýti til býlisins.
Þar tók hanns strax eftir tveim
athyglisverðum atriðum. í útihúsi
einu fann hann fjóra fleyga, sem
notaðir eru til þess að kljúfa eldi-
við með. Það var því augsýnilegt, að
hinn grunaði hafði ekki haft neina
ástæðu til þess að láta búa til einn
fleyg í viðbót. Þar að auki var
engin olía á ofninum, og kveikur-
inn var sviðinn.
Mannings var uppalinn í sveit, og
því gerði hann sér tafarlaust grein
fyrir tveim atriðum, sem aðstæður
þessar bentu ótvírætt til: Enginn,
sem býr í sveit, eyðir nokkru sinni
allri olíunni af olíuofni í kuldatíð,
heldur hefur alltaf eitthvað á ofn-
inum. Og kveikir sviðna aðeins, ef
eldurinn deyr út vegna eldsneytis-
skorts. Þetta benti ótvírætt til þess,
að konan hafði verið myrt, meðan
enn var lifandi á ofninum. Ef hlý
rúmfötin höfðu tafið fyrir stirðnun
líksins um nokkrar klukkustundir,
hlaut hitinn frá ofninum að hafa
haft svipuð áhrif eða jafnvel enn
m eiri en rúmfötin. Konan hafði
þannig verið myrt nokkrum klukku-
stundum fyrr en læknirinn hafði
álitið. essar nýju upplýsingar eyði-
lögðu algerlega fjarvistarsönnun
eiginmannsins. Mannings sendi því
eftir manninum á nýjan leik, en nú
hóf hann yfirheyrslu sína í öðrum
dúr en áður. Hann hóf máls með
þessum orðum:„Ég ákæri þig fyrir
morð á eiginkonu þinni.“
Eiginmaðurinn var dæmdur í
ævilangt fangelsi.
Scotland Yard hafði haft aðsetur
í gömlu byggingunni sinni á Em-
bankment við Thamesá síðan 1890
eða með öðrum orðum frá því 9
árum eftir að Conan Doyle skap-
aði hinn fræga Sherlock Holmes.
Nú er Scotland Yard flutt í nýja
byggingu, þar sem allt er þannig
útbúið, að Scotland Yard skipi heið-
urssess sem nýtízkulegasta virki
heims, er berst gegn alls konar
glæpastarfsemi. Þar er mjög full-
komin spjaldskrárskrifstofa með
sakaskrám geysilegs fjölda afbrota-
manna. í stofnuninni allri er
undursamlegt fj arskiptakerfi, er
byggist á rafeindatækninni. Og
svona mætti lengi telja. En tvennt
hefur ekki breytzt þrátt fyrir all-
ar breytingarnar. Símnefni nýja
Scotlands Yards er enn þá „Hand-
cuffs, London“ (Handjárn, Lon-
don), og starfsmenn Morðdeildar-
innar eru enn beztir í sinni grein
í allri veröldinni, þótt ný nöfn
og ný andlit hafi komið þar fram á
sjónarsviðið.