Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 118

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 118
116 hæf til frjóvgunar, en óhæf til að inna af hendi hlutverk sitt í líf- inu: Að skapa eðlilega vaxinn ein- stakling. Afleiðing þessara áhrifa á kynfrumuna getur komið fram með ýmsum hætti hjá einstaklingi, sem erft hefur. Hún getur komið fram sem erfðasjúkdómur eða vansköp- un, en einnig valdið dauða einstakl- ingsins þegar í fósturlífi. Af þessum orðum ætti að vera ljóst, hversvegna áhrif af atóm- sprengjutilraunum og geislavirkum efnum yfirleitt eru meðal veiga- mestu rannsóknarefna erfðavís- indanna í dag. Það kann að hljóma undarlega í eyrum, þegar sagt er, að erfðafræðingar þeir, sem við þessi efni fást, hafi tíðum meiri áhyggjur af kynfrumum, en öðr- um frumum mannslíkamans. En þessar sérstöku áhyggjur þeirra fyrir velferð kynfrumanna ber að skilja á þann veg, að þeir hugsi meira um heilbrigði óborinna kyn- slóða, en okkur, sem nú lifum. Þetta felur í sér hugsunarhátt og siðgæði, sem er allfrábrugðið því stundarhagsmunasiðgæði sem er einkenni hjá mörgum manninum í velferðarríkjum nútímans. Þessar sérstöku áhyggj ur erf ðafræðing- anna verða þó hverjum manni skilj- anlegar, sem gerir sér ljóst, að kyn- frumur manna og reyndar allra lífvera eru sannkölluð fjöregg lífs- ins. Beztu og virtustu menn hafa áhyggjur þungar, þegar einhver leikur sér að fjöreggi ekki þá sízt. þegar stórveldin iðka þann leik. Það gerðu þau bæði í fyrri og síðari heimstyrjöldinni. Þá beittu styrj- aldaraðilar eiturtegundum, sem II, hafa spillandi áhrif á allar frumur líkamans auk þess að drepa fólk. í fyrra heimsstríði var notað eit- urgasið „nitrogenmustard", sem veldur svipuðum eiturverkunum og geislavirk efni. Þetta efni hefur síðar verið notað bæði til að fram- kalla krabbamein í tilraunadýrum og' einnig sem lyf gegn vissum teg- undum illkynja sjúkdóma. Má því segja að kynfrumur mannanna hafa orðið að skotmarki í tveim heim- styrjöldum. Þar með er stríðsæðið komið á það stig að spillt er lífi lifandi og ófæddra. Það má full- yrða, að það sé starfi erfðafræð- inga að þakka öðrum fremur að gerð hefur verið alþjóðleg sam- þykkt um bann við tilraunum með kjarnorku ofan jarðar. VANSKAPANIR Yfir 80% af vansköpunum, sem finnast hjá börnum eru af óþekkt- um orsökum. Um 10% eiga rót sína að rekja til galla á skipun litninga í kynfrumunum og líkams- frumum. Ekki vita menn heldur hvernig þessar breytingar verða til. Nokkrir hundraðshlutar meðfæddi'a galla á líffærum eiga rót sína að rekja til skemmda í einstökum litningum, og koma fram sem erfða- sjúkdómar, er erfast efir sérstökum lögmálum í fjölskyldum sem hafa kvillann. Rannsóknir á mannalitn- ingum síðustu ára hafa gert kleift að rannsaka nokkurn hluta af þeim litningabreytingum sem hafa í för með sér vanskapanir. En svo sem lesa má að ofan er mestur hluti af orsökum vanskapana hulinn heim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.