Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 118
116
hæf til frjóvgunar, en óhæf til að
inna af hendi hlutverk sitt í líf-
inu: Að skapa eðlilega vaxinn ein-
stakling. Afleiðing þessara áhrifa á
kynfrumuna getur komið fram með
ýmsum hætti hjá einstaklingi, sem
erft hefur. Hún getur komið fram
sem erfðasjúkdómur eða vansköp-
un, en einnig valdið dauða einstakl-
ingsins þegar í fósturlífi.
Af þessum orðum ætti að vera
ljóst, hversvegna áhrif af atóm-
sprengjutilraunum og geislavirkum
efnum yfirleitt eru meðal veiga-
mestu rannsóknarefna erfðavís-
indanna í dag. Það kann að hljóma
undarlega í eyrum, þegar sagt er,
að erfðafræðingar þeir, sem við
þessi efni fást, hafi tíðum meiri
áhyggjur af kynfrumum, en öðr-
um frumum mannslíkamans. En
þessar sérstöku áhyggjur þeirra
fyrir velferð kynfrumanna ber að
skilja á þann veg, að þeir hugsi
meira um heilbrigði óborinna kyn-
slóða, en okkur, sem nú lifum.
Þetta felur í sér hugsunarhátt og
siðgæði, sem er allfrábrugðið því
stundarhagsmunasiðgæði sem er
einkenni hjá mörgum manninum í
velferðarríkjum nútímans. Þessar
sérstöku áhyggj ur erf ðafræðing-
anna verða þó hverjum manni skilj-
anlegar, sem gerir sér ljóst, að kyn-
frumur manna og reyndar allra
lífvera eru sannkölluð fjöregg lífs-
ins. Beztu og virtustu menn hafa
áhyggjur þungar, þegar einhver
leikur sér að fjöreggi ekki þá sízt.
þegar stórveldin iðka þann leik. Það
gerðu þau bæði í fyrri og síðari
heimstyrjöldinni. Þá beittu styrj-
aldaraðilar eiturtegundum, sem
II,
hafa spillandi áhrif á allar frumur
líkamans auk þess að drepa fólk.
í fyrra heimsstríði var notað eit-
urgasið „nitrogenmustard", sem
veldur svipuðum eiturverkunum og
geislavirk efni. Þetta efni hefur
síðar verið notað bæði til að fram-
kalla krabbamein í tilraunadýrum
og' einnig sem lyf gegn vissum teg-
undum illkynja sjúkdóma. Má því
segja að kynfrumur mannanna hafa
orðið að skotmarki í tveim heim-
styrjöldum. Þar með er stríðsæðið
komið á það stig að spillt er lífi
lifandi og ófæddra. Það má full-
yrða, að það sé starfi erfðafræð-
inga að þakka öðrum fremur að
gerð hefur verið alþjóðleg sam-
þykkt um bann við tilraunum með
kjarnorku ofan jarðar.
VANSKAPANIR
Yfir 80% af vansköpunum, sem
finnast hjá börnum eru af óþekkt-
um orsökum. Um 10% eiga rót
sína að rekja til galla á skipun
litninga í kynfrumunum og líkams-
frumum. Ekki vita menn heldur
hvernig þessar breytingar verða til.
Nokkrir hundraðshlutar meðfæddi'a
galla á líffærum eiga rót sína að
rekja til skemmda í einstökum
litningum, og koma fram sem erfða-
sjúkdómar, er erfast efir sérstökum
lögmálum í fjölskyldum sem hafa
kvillann. Rannsóknir á mannalitn-
ingum síðustu ára hafa gert kleift
að rannsaka nokkurn hluta af þeim
litningabreytingum sem hafa í för
með sér vanskapanir. En svo sem
lesa má að ofan er mestur hluti af
orsökum vanskapana hulinn heim-