Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 38

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 38
ÚRVAL 36 ÆVINTÝRI Hver var hinn raunverulegi Pat- rekur? Fræðimenn nútímans hafa endurskoðað hinar sögulegu heim- ildir, er snerta ævi hans, og nú gefst okkur loks tækifæri til þess að sjá verndardýrling írlands eins og hann var í raun og veru, sem fremur óheflaðan og grófan mann, er átti samt til að bera svo brenn- andi trú og slíltan járnvilja, að hann varð risi á meðal manna. Trúboðsstarf Patreks í írlandi stóð í þrjá áratugi, og á þeim tím- um ruddi Patrekur vestrænum áhrifum braut í írlandi. Hann opn- aði írland fyrir Vesturlöndum. Hann reisti kirkjur og vann hvar- vetna að eflingu lærdóms og vizku. Og með honum barst latneska staf- rófið til írlands, lykillinn að vestur- evrópskri menningu. Irland hafði áður verið eins konar afkimi, en varð brátt að menningarmiðstöð. Tveim öldum eftir dauða postul- ans, stóðu listir og bókmenntir með miklum blóma í írlandi, meðan heiðnar villimannahjarðir flæddu yíir mestan hluta Evrópu. Eftir því sem bezt er vitað um ævi hans, er hún sem ævintýri, þar sem hver æsandi atburðurinn rekur annan. Patrekur áleit stöðugt sjálfur, að allt hans líf væri eitt samfellt kraftaverk. Sú tilhugsun yfirgaf hann aldrei. „Ég var líkt og steinn, sem liggur í djúpri leðju,“ skrifar hann í „Játningum“, ,,og Hann, sem er máttugur, kom og í höndum Hans lyfti miskunnin mér upp og setti mig „efst upp á vegginn". Patricius Magonus Sucatus, sem er álitið vera hið fulla latneska nafn Patreks, fæddist af brezkum for- eldrum árið 385, líklega einhvers staðar nálægt mynni Severnárinn- ar á vesturströnd Englands. Eng- land var þá þegar orðið kristið land, en það lá innan endimarka hins hrynjandi rómverska heims- veldis. Og Patrekur óx því upp sem kristinn maður og rómverskur borgari. Faðir hans var landeig- andi, og Patrekur var áhyggjulaus ungur maður, sem hugsaði helzt um það að njóta lífsins í fullum mæli. Hann skýrir okkur frá því í „Játningum" sínum, að hann hafi verið mikið samvistum við aðra pilta, sem hafi ekki haldið boðorð guðs. Hinum megin hins stormasama hafs var hið dularfulla írland, vafið móðu. Rómverjar höfðu aldr- ei yfirbugað þessa þjóð, en lands- búar gerðu oft strandhögg á strönd- um Bretlands. í einni slíkri árás náðist Patrekur, sem var þá rétt 16 ára gamall. Hann var tekinn höndum og fluttur til írlands, en þar var hann seldur mansali. Sam- kvæmt hans eigin frásögn gætti hann kinda í samfleytt 6 ár. Hann hímdi yfir þeim í skógum og hell- um, „auðmýktur í sannleika af hungri og nekt.“ Hann dvaldi einn síns liðs í ríki Móður Náttúru, og þó var hann eigi algerlega einn, því að hann var í návist guðs. Hann áleit hin grimmilegu örlög sín vera réttmæta refsingu fyrir synd- samlegt líferni, og hann fann stormgust fara um hug sinn og anda sinn vakna af svefni. Brátt tók hann að eyða nótt sem degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.