Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 9
BJÖRGUN í SKÝJUM
7
sjá þig! Yfirgefðu mig nú ekki!“
Rödd hans bar vott um æsingu
og ótta.
„Það er engin hætta á því,“ svar-
aði Bud róandi. „Við fylgjum þér
alla leið.“
„Almáttugur, hvað það er ein-
manalegt hérna uppi!‘
„Ekki lengur. Það er heill hópur
manna að reyna að hjálpa þér til
að lenda. Við komum þér til jarð-
ar.“
Starfsmennirnir í flugturninum
á Memphisflugvelli gripu nú fram
í: „Við erum að athuga lendingar-
skilyrði í Greenville. Það lítur
sæmilega út þar sem stendur, en
skýjaþykknið er að nálgast þá.
Hvað ætlastu fyrir?“
Bud hugsaði sig um í skyndi.
Það var sléttlendi í kringum bæinn
Greenville. Ef flugmaðurinn á
„48 Charlie" neyddist til þess að
nauðlenda, hefði hann þannig frek-
ar góða möguleika á að sleppa lif-
andi, ef hann hann nauðlenti hjá
Greenville. „48 Charlie", kallaði
Bud, „við lendum í Greenville,
130 mílum fyrir suðvestan okkur.
Við gefum þér stöðugt upp stefn-
una. Þú stýrir bara eftir fyrir-
mælum okkar. Við verðum rétt á
eftir þér alla leiðina."
Bud kaus heldur að fljúga á eft-
ir honum en á undan, því að hann
var hræddur um, að hann mundi
að öðrum kosti missa sjónar á „48
Charlie" eða hún drægist um of
aftur úr. „48 Charlie“ flaug með
115 mílna hraða, en Mallardinn
með 200 mílna hraða. Bud lét lend-
ingarhjólin síga og opnaði hreyfil-
hlífarblöðkurnar til þess að auka
mótstöðuna og draga þannig úr
hraðanum. Það mátti segja, að
Mallardflugvélin héngi rétt með
naumindum uppi. Svo hægt fór hún
miðað við venjulegan ganghraða.
„48 Charlie, hvað sýnir eldsneyt-
ismælirinn?" spurði Bud.
„Ég ... ja .... ég . . . . “ Flug-
maðurinn á „48 Charlie" vissi vart,
hverju svara skyldi. Vinstri geym-
irinn sýndi núll. Þegar svo er
inniheldur geymirinn nægilegt
eldsneyti til hálftíma flugs. En
hversu lengi hafði mælirinn sýnt
núll? Hann mundi það ekki. Hægri
geymirinn sýndi, að á honum var
enn tæpur fjórðungur þess magns,
sem hann tók.
„Hvar byrjaðirðu flugið?“ spurði
Bud.
Þegar flugmaðurinn hafði svarað,
breiddu þeir Bud og Bob úr flug-
korti í flýti. Þeir vissu, hversu
mikið eldsneyti Cessna tók. Þeir
reiknuðu út fjarlægðina, sem hann
hafði flogið, og flugtímann. „Held-
urðu, að hann eigi ekki eftir elds-
neyti til klukkustundar flugs?“
spurði Bud félaga sinn.
„Jú. Okkur ætti að takast að
koma honum til Greenville á 50
mínútum.“
Þeir flugu áfram efst í skýja-
þykkninu, sem var nú í 7000 feta
hæð. Þá heyrðist skyndilega ný
rödd í fjarskiptatækjunum. Það var
flugmaður hjá flugfélaginu South-
ern Airways, en hann hafði hlustað
á samtalið. „Ég var að hefja mig
til flugs í Greenville,“ sagði hann.
„Veðrið versnar þar mjög ört. Ég
ræð ekki til ... endurtek