Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 111
LUNDÚNIR BRENNA
109
sitt, hvenær og hvernig sem honum
sjálfum hentaði, mundi nýja City-
hverfið verða alveg sama flausturs-
lega hrófatildrið og það gamla og
þannig mundi tækifærið til þess að
skapa nýtízku höfuðborg glatast að
eilífu.
Konungurinn hafði þegar grann-
skoðað nokkra skipulagsuppdrætti
að nýrri Lundúnaborg. Einn þeirra
var gerður af John Evelyn og ann-
ar af ungum, óreyndum arkitekt,
Christopher Wren að nafni, sem
hafði nýlega verið skipaður í nefnd,
sem gera skyldi áætlanir um bygg-
ingu nýrrar St. Pálsdómkirkju.
Fyrir báðum þessum mönnum vakti
það, að byggt skyldi glæsilegt City-
hverfi, en hugmyndir þeirra voru
of stórfenglegar til þess að reynast
að sama skapi hagkvæmar. Það
var Karl konungur sjálfur, sem
kom fram með hugmyndir um,
hvernig endurreisn borgarinnar
skyldi hagað í stórum dráttum.
Hann gaf út konunglega tilskipun
þ. 13. september um endurreisn
borgarinnar, og var hún grund-
völluð á þessum hugmyndum hans.
Og 5 dögum síðar kallaði hann svo
saman þingið til þess að fara fram
á, að það samþykkti lög þar að lút-
andi.
„Guði sé lof fyrir, að okkur skuli
hafa auðnazt að mega koma saman
á þessum stað,“ sagði hann. „Stutt-
ur tími er liðinn, síðan við örvænt-
um næstum alveg um, að við mund-
um hafa þennan stað lengur til þess
að koma saman á.“ Nefnd var svo
skipuð til þess að semja ýtarlega
löggjöf um endurreisn Lundúna-
borgar, og Neðri deild samþykkti
síðan ályktun þess efnis, að kon-
ungi skyldu færðar þakkir fyrir
hans miklu viðleitni til þess að
sigrast á eldinum.
Nefndin kom oft saman um
haustið og fram á veturinn, og þar
var mikið þráttað. Komið var á
laggirnar landmælinganefnd, en
það tók margar vikur að koma því
starfi á laggirnar, því að fyrst varð
að hreinsa til í rústunum, og sums
staðar voru rústahaugarnir 4 fet á
dýpt.
Nú var tíminn orðinn mjög dýr-
mætur þáttur í ráðagerðum þess-
um. Karl gerði sér grein fyrir því,
að heimilislausa fólkið mundi flytja
burt frá Lundúnum, ef því yrði
ekki fljótlega séð fyrir húsnæði
eða möguleikum til þess að koma
sér upp þaki yfir höfuðið að nýju.
Lundúnir voru stærsta borg Eng-
lands og helzta hafnarborgin. Borg-
arbúar borguðu langstærsta hlut-
ann af skattafúlgu þeirri, sem rann
til Fjármálaráðuneytisins. Allur
efnahagur landsins mundi bíða
mikinn hnekki, ef borgarbúum
fækkaði og það drægi úr viðskipt-
um í borginni. Það var augljóst, er
komið var fram í nóvember, að
það yrði að leggja allar áætlanir
um stórfenglega fyrirmyndarborg
á hilluna. Það varð að endurreisa
Lundúni í samræmi við gamla
gatnakerfið.
Strax og ákvörðun hafði verið
tekin um þetta atriði, gerði kon-
ungur og borgarembættismennirn-
ir sér grein fyrir því, að samt mundi
reynast unnt að reisa miklu betri
borg en áður hafði verið. En það
var þörf fyrir mjög ýtarlegar áætl-