Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
rís þar fyrir jólin hið risavaxna
jólatré, sem er svo skreytt á hinn
dýrðlegasta hátt. Kannske er það
þetta, sem kórónar sköpunarverk-
ið. Allt þetta verður til þess að
skapa tengsl milli þessa staðar og
íbúa borgarinnar. Það eru þessi
mannlegu tengsl, sem skapa Rocke-
feller Center sína sérstöðu og
hjálpa til að skapa það andrúms-
loft venjulegs bæjartorgs, sem þar
ríkir.
ALLS KONAR ÞJÓNUSTA
VIÐ ALMENNING
Það er önnur ástæða fyrir hinni
miklu velgengni Rockefeller Cent-
er, og hún er sú, að þar fæst næst-
um því hvað sem er. Þar eru alls
konar verzlanir, 25 veitingahús og
fjölmargir matbarir, tannlæknar,
bankar, tveir skólar, pósthús, skrif-
stofur 16 flugfélaga, 20 erlend
sendiráð, vegabréfaskrifstofa, veð-
urstofa, 59 ferða- og upplýsinga-
skrifstofur og skrifstofur 12 járn-
brautafélaga.
Við rekstur alls þessa bákns
vinnur 1000 manns eða enn fleiri
eingöngu við ræstingu og hvers
kyns viðhald, þar að auki einkenn-
isklæddir og óeinkennisklæddir
verðir, sem verða að vera reiðu-
búnir til þess að taka til höndun-
um við næstum hvað sem er, allt
frá því að finna týnda skartgripi
til þess að gerast bjargvættir elsk-
enda, sem eru í nauðum staddir.
Það má segja, að vel sé séð fyrir
aliri þjónustu við almenning.
Vörður kom eitt sinn auga á
stúlku, sem stóð grátandi í risa-
vöxnu anddyri RCA-byggingarinn-
ar í rökkurbyrjun. Hann gaf sig á
tal við hana, og hún sagði, að hún
hefði mælt sér mót við sjóliða við
innganginn, en sér hefði ekki tek-
izt að finna hann. Vörðurinn gaf
að svo búnu fjarskiptastöð svæðis-
ins lýsingu á sjóliðanum með hjálp
labbrabbtækis síns, en þaðan var
lýsingin send til allra varðanna í
öllum anddyrum bygginganna í
Rockefeller Center. Einn þeirra
kom auga á sjóliðann, þar sem hann
beið við anddyri á rangri bygg-
ingu. Hann fylgdi honum yfir í
anddyri RCA-byggingarinnar og
kom þannig elskendunum til hjálp-
ar í erfiðleikum þeirra.
í „Real Estate Forum“ (tímariti
um fasteignir og fasteignaviðskipti)
kom sú skoðun fram í grein um
fyrirtæki þetta, að það ætti langa
og stöðuga velgengni sína því að
þakka, að „það kappkostaði stöð-
ugt að halda Rockefeller Center
sem unglegustu". Sérhver bygging
er t.d. grannskoðuð ýtarlega af
mönnum á svifpöllum annað hvert
ár og þá jafnóðum gert við hvað
eina, sem er ekki í fyllsta lagi.
Þannig tekst að koma í veg fyrir,
að byggingarnar gangi mjög úr sér.
Tæknilegar endurbætur hafa verið
gerðar jafnóðum og tækninýjungar
hafa komið fram, og hefur þá oft
verið um mikinn kostnað að ræða.
Allsherjar loftræsting fyrir allar
byggingar Rockefeller Center kost-
aði t.d. 25 milljónir dollara. Sam-
tímis því var sett óbein flourecent-
lýsing í byggingarnar, og síðar
voru lyfturnar gerðar sjálfvirkar.