Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 75

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 75
KÓRVILLA Á FLUGI 73 þegar hann sá að hann hafði flogið í þveröfuga átt við það sem ætlun hans var, vegna þess að hann hafði litið skakkt á áttavitann. Nú vissi hann ekki sitt rjúkandi ráð, og varð brátt ljóst að hann gat með engu móti fundið leið um loft- ið sem örugg væri, hann varð að láta hendingu ráða, og vonaði helzt að sig bæri yfir írland. En ekkert vissi hann, né gat vitað hvenær það yrði, né hve lengi eldsneytið ent- ist. En hann hafði haft meðvind alla leiðina, vestanvind, og líklegt að Irlandsströnd væri ekki langt framundan. Eftir fáeinar mínútur sá hann lít- inn togara. Þá lækkaði hann flugið og dýfði sér yfir togarann, en sá engan mann uppi á þiljum. Honum þótti líklegt að áhöfn tog- arans sæti að máltíð. Og þá fyrst kom honum í hug, að hann hefði hvorki bragðað vott né þurrt síðan hann lagði af stað að kvöldi sunnu- dags, en nú var komið fram yfir hádegi mánudagsins. Þá tók hann fíkjurnar sínar upp og meðan hann var að gleypa þær í sig, banhungr- aður sem hann var, sýndist honum skýin framundan breyta um svip og fara að líkjast einhverju öðru. Auk þess sló á þetta grænum lit, sem ský hafa varla nokkurntíma, og brátt varð honum ljóst, að þetta var strönd. Hann var kominn yfir Atlantshafið og flugið hafði tekið 27 klukkustundir. Eftir fjörutíu og fimm mínútna flug að auki sá hann aftur í haf og síðan aðra strönd. Þá varð honum það ljóst að hann var kominn þvert yfir írland. Hann sneri til suðurs meðfram ströndinni. Hann mætti lítilli herflugvél, sem var að gæta að þessari óvæntu aðkomuflugvél, en hún sneri fljótt við og hvarf í fjarskann. Og skömmu síðar blasti við honum flugvöllurinn í Baldon- nel. Hann hafði sett á sig nafn flug- vallarins árið áður, þegar hann var að búa sig undir að fljúga yfir Atlantshafi, svo hann vissi nú að hann var kominn til Dublin. Hann sveimaði yfir vellinum varlega í hring og aftur í hring og lenti svo heilu og höldnu. „Ég heiti Corrigan," sagði hann við flugvallarstjórann, sem kom til hans. ,,Ég flaug hingað frá New York.“ Hann bjóst við að þetta væru óvænt tíðindi. „Við vitum það,“ var svarið. „Vitið þið það? Hvernig í ósköp- unum?“ „Við fengum skeyti frá New York. Þeir sáu til þín og gizkuðu á að þú ætlaðir til frlands. Og okkur var sagt að flugvélin hefði sézt fljúga í norðlæga átt.“ í fyrstunni gekk allt eins og í sögu, og yfirvöldin voru honum góðviljuð. Hið eina sem olli nokkr- um erfiðleikum var að fá menn til að trúa því að hann hafði villzt svona hastarlega. Þegar að þessu atriði sögunnar kom, sló á þögn. Og þegar hann hitti ambassador Bandaríkjanna, var sömu sögu að segja, og eins þegar hann fékk á- heyrn hjá de Valera forsætisráð- herra. Þegar hann ætlaði að segja frá rangtúlkun sinni á stöðu komp- ássins, fóru allir að hlæja. „Nei, segið okkur heldur satt frá.“ En hann hvikaði ekki frá þessu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.