Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 110

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 110
108 ÚRVAL an til þess að hylla hann, strax og hann birtist. Karl gaf merki um, að hann vildi fá þögn. Hann sat þarna keikur á hesti sínum, en að baki honum gat að líta sviðið Cityhverfið, sem enn rauk úr. Hann horfði yfir þetta haf af andlitum, sem litu upp til hans, er hann flutti ávarp sitt. Fyrst tilkynnti hann, að hann hyggðist að fá borgaryfirvöld- unum yfirstjórn borgarinnar í hendur á nýjan leik. Svo lýsti hann áætlunum sínum um hjálparstarf og ýmsar þær ráðstafanir, sem hann hefði þegar gert. Svo sneri hann sér að því efni, sem hann vissi, að allir hugsuðu mikið tim, þ.e. orðróminum um, að eldurinn væri verk erlendra spellvirkja. „Ég fullvissa ykkur um það,“ hrópaði hann, er áheyrendur þjöpp- uðu sér sem fastast saman til þess að komast sem næst honum, „að þessi eldsvoði er af völdum æðri máttar, en ekki neinnar mann- legrar ráðagerðar. Það er ekki um neitt ráðabrugg að ræða,“ Hann hvatti menn til þess að vera ró- lega og endaði ávarp sitt með þess- um hvatningarorðum: „Ég hef afl til þess að verja ykkur gegn hvers konar óvinum, og ég fullvissa ykk- ur um, að ég, konungur ykkar, mun með guðs náð lifa og deyja með ykkur.“ Er fagnaðarhrópin kváðu við, kippti Karl konungur í taumana og þeysti af stað til Whitehall. Orð konungs urðu til þess að kveikja vonarneista hjá mönnum, en samt áttu heimilisleysingjar þessir ekki annars úrkosta á kom- andi dögum en að reika um rúst- irnar eins og „menn í skuggalegri eyðimörk," starandi á eyðilegging- una. Samtals 373 ekrur höfðu orð- ið eldinum að bráð eða % hlutar þess hluta borgarinnar, sem var innan borgarmúranna. Þar að auki höfðu 63 ekrur utan borgarmúranna einnig orðið eld- inum að bráð. Eldurin hafði ætt eftir 400 strætum og þvergötum og eyðilagt 13.200 hús. Álitið er, að eldúrinn hafi samt aðeins orðið 6 manns að bana, sem má þykja mjög furðulegt, en sagnfræðingur- inn Macaulay lýsti eldsvoða þess- um með eftirfarandi orðum: „Slík- ur eldur hefur ekki þekkzt í Evrópu allt frá bálinu í Róm á stjórnarárum Nerós.“ RISAÁÆTLUN Smám saman lifnaði Cityhverfið við að nýju. Bjórsalar hrófluðu upp kofum og skýlum í rústunum og tóku að selja þar vörur sínar, og konur komu þar á vettvang til þess að selja blaðið „London Gaz- ette“, en prentsmiðju þess hafði nú verið komið upp í kirkjugarði. Fólk tók nú að flytja aftur í City- hverfið. Það hreinsaði til í kjöll- urum og reisti sér þar bráðabirgða- skýli. Svo fór það að tala um að byggja að nýju. Og þ. 13. septem- ber viku eftir eldsvoðann byrjaði framtakssamur maður í Black- friars að endurreisa hús sitt. Þegar konungur heyrði fréttir þessar, kallaði hann Leyndarráð sitt saman á fund. Þar lýsti hann yfir því, að slíka byggingarstarf- semi yrði að stöðva tafarlaust. Ef hver Lundúnabúi endurreisti hús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.