Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 122
120
ÚRVAL
sakað af erfðaeiginleikum blóð-
kornanna. Þessi eiginleiki getur
komið fram og valdið kvilla, þegar
barnið erfir rhesus eiginleikann frá
föður sínum, og móðirin hefur ekki
eiginleikann. í sumum tilfellum
myndar móðirin mótefni í blóði
sínu, sem flyzt yfir í blóð barns-
ins og verkar til tjóns fyrir blóð-
korn þess. Afleiðingin getur orðið
gulueitrun hjá barninu. Könnun á
erfðaeiginleikum þessum hjá for-
eldrum veitir fyrirfram vitneskju
um, að möguleiki sé á að afkvæmi
foreldra með slíkt blóðósamræmi
geti fengið gulueitrun. Hægt er að
fylgjast með ástandi móðurinnar
um meðgöngutímann og síðan er
hægt að greina gulustig barnsins
við fæðingu, og núorðið jafnvel fyr-
ir fæðingu. Einnig er hægt að grípa
til læknisaðgerða ef þörf krefur, en
hún er fólgin í hinum svokölluðu
blóðskiptum, sem hafa gjörbreytt
batahorfum hjá börnum, með þessa
tegund gulueitrunar.
Þessi atriði eru ljósmæðrum
kunn, en rétt er og sjálfsagt að
rifja þau upp með vissu millibili.
NÝJUNGAR í RHESUSMÁLUM
Mjög athyglisverðir viðburðir
hafa verið að ske í rhesusmálum í
seinni tíð. Allgóðar sannanir eru nú
fyrir hendi um, að mögulegt sé að
fyrirbyggja mörg af sjúkdómstil-
fellum þeim sem orsakast af
rhesusblóðflokkaósamræmi. Þetta
er gert með því að gefa Rh nei-
kvæðum konum sem nýlega og í
fyrsta sinn hafa fætt rhesusj ákvætt
barn, skammt af mótefni gegn D rh-
eiginleikanum (anti-D). Þessi
ónæmisaðgerð kemur í veg fyrir
að konan myndi mótefnin sjálf gegn
D rhesus jákvæðu blóði. Eignist
hún annað barn, sem er jákvætt,
þarf að gefa henni annan skammt
af blóðvökvamótefni gegn D rhesus
jákvæða eiginleikanum. Þetta þarf
að endurtaka aftur og aftur, ef hún
á fleiri rhesus jákvæð börn. Með
þessum aðgerðum á að takast að
vernda rhesusjákvæð börn hennar
fyrir þessum kvilla. Þessi ónæmis-
aðgerð dugar aðeins fyrir þær
rhesus neikvæðu konur, sem ekki
hafa myndað mótefni gegn D
rhesus eiginleikanum. Hjá þeim
mæðrum rhesus neikvæðum, sem
hafa fætt eitt eða fleiri rhesus já-
kvæð börn og þegar hafa myndað
mótefni gegn blóðkornum D já-
kvæðra barna, eru engar leiðir
enn sem komið er, til að eyða mót-
efnum þeirra. Börnum slíkra mæðra
verður aðeins hjálpað með þeim
aðferðum sem notaðar hafa verið
og mörgu barninu hafa bjargað:
Að framkalla fæðingu fyrir tím-
ann og skipta um blóð í barninu
(exchange transfusion). Sennilega
má teljast að þessar ónæmisaðgerðir
verði þáttur í barnavernd á næstu
árum, vernd barna, sem ekki hafa
séð dagsins Ijós.
LOKAORÐ
Hér hefur verið drepið á nokkur
af fjölmörgum viðfangsefnum
erfðafræðinnar og sagt frá nokkr-
um dæmum um gagnsemi, sem
hafa má af þeirri vísindagrein. Ég
geri mér vonir um að ljósmæður
kunni öðrum fremur að meta fróð-
leiksmola af þessu tagi.