Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 123
Síðasta áratuginn hefur Morðdeildin rannsakað 418 morð og
leyst 390 þeirra, en það er einn bezti árangur, sem náðst hefur
af nokkru lögregluliði.
Hræðilegu mennirnir tíu
í Scotland Yard
Eftir JAMES STEWAKT-GORDON
Einn heitan júlímorg-
un, þegar Fred Wensley
leynilögregluyfirlög-
regluþjónn frá Scotland
Yard, var á verði í erf-
iðu hverfi í East End í Lundúnum,
var honum tilkynnt ,að ung sauma-
kona hefði framið sjálfsmorð í
niðurníddu húsi, sem var nokkrum
götulengdum í burtu. Wensley og
aðstoðarmaður hans, Robert Cook,
gengu þangað til þess að rannsaka
allar aðstæður.
Húsmóðirin, sem stúlkan leigði
hjá, hafði komið að henni látinni.
Og samkvæmt frásögn húsmóður-
innar hafði stúlkan stungið höfð-
inu inn í ofn gaseldavélarinnar í
einhverri örvæntingu. ,,Ég fann
gaslyktina, svo að ég þaut upp
stigann, dró stúlkuna frá eldavél-
inni og hringdi í lögregluna,“ sagði
húsmóðirin við þá. Wensley yfir-
heyrði hana ýtarlega. Hann spurði
hana að því, hvort hún væri viss
um, að hún hefði hegðað sér á ná-
kvæmlega þennan hátt. Hún þótt-
ist vera viss um það.
Wensley beygði sig niður, klór-
aði með fingri í hvítan blett á pilsi
stúlkunnar og spurði síðan kæru-
leysislega, hvort hin látna ætti
nokkra ættingja eða vini. Húsmóð-
irin vissi ekki til þess, að hún ætti
neina ættingja, en hún sagði, að
ungur maður, er leigði á þriðju
hæð, væri vinur hennar.
„Hvar er hann núna?“ spurði
Wensley.
„í bókasafninu,“ svaraði hún.
„Hann er múrari, en hann langar
til þess að verða verkfræðingur,
og þess vegna fer hann oft í bóka-
safnið til þess að læra.“
Readers Digest
121