Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 56
Pontíus
Pílatus
Eftir JOSEPH M. PAX
í postullegri trúarjátn-
ingu eru aðeins nefnd-
ar fimm persónur: hin-
ar þrjár persónur guð-
dómsins, Maria mey og
Pontíus Pilatus. Hann var prókúra-
tor (handhafi ríkisvaldsins) í hinu
rómverska skattlandi Júdeu.
Rómverjar höfðu lagt Júdeu und-
ir sig árið 63 f.Kr. Þá náði Róma-
veldi hringinn í kringum Miðjarð-
arhaf og stóð þá einna hæst. Utan
Ítalíu var því skipt í 20 skattlönd.
Fyrsta skattland Rómverja var
Sikiley, sem lögð var undir ríkið
árið 241 f.Kr., og eftir það unnu
Rómverjar hvert ríkið á fætur
öðru.
íbúar skattlandanna voru ekki
rómverskir ríkisborgarar, heldur
54
réttlitlir skattþegnar. Þegar er nýtt
land hafði unnizt, voru sendir menn
til að yfirlíta það. Þegar búið var
að taka skýrslur þeirra til athugun-
ar, var skattlandið lýst vera hluti
rómverska alríkisins.
Landstjórinn, prókúratorinn, var
stundum kallaður prókonsúll,
stundum própretor, og var það und-
ir því komið hvaða stöðu hann
hafði haft heima í Róm. Venjulega
var það aðeins sá sem áður hafði
verið pretor eða konsúll, sem fékk
landstjóraembætti í skattlandi.
Oftast tók hann sér aðstoðarmenn,
og einn þeirra hafði það embætti
að innheimta skatt og kallaðist
sá skattheimtumaður. Þetta var
aðalstarf landstjóra, að safna skött-
um, því til þess voru skattlöndin,
Catholic Digest