Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 50
48
ÚRVAL
ist að fyrirliðanum frá hinni hlið-
inni, féll af öðru höggi, sem hinn
Svarti riddari greiddi honum, með
því að rífa af honum hans eigin exi
og slá hann sjálfan í rot með henni.
Að þessum frægðarverkum loknum
sneri Svarti riddarinn hinn róleg-
asti til baka á sinn fyrri stað í fylk-
ingunni og hélt sig þar það sem
eftir var burtreiðanna þann daginn.
Að burlreiðunum loknum, laum-
aðist hann svo lítið bar á til skóg-
ar, og hvarf sjónum manna. Les-
andinn getur ekki farið í neinar
grafgötur með það að hér er á ferð
sjálfur Ríkharður ljónshjarta og
enginn annar, og honum hlýtur að
finnast, að Jóhann prins hljóti að
hafa verið meira en lítið heimskur,
að hann skyldi ekki gera sér það
eins ljóst strax eins og lesandinn.
Maðurinn, sem svarti riddarinn
var að bjarga í þessum minnisverðu
burtreiðum, sem voru einar fræg-
ustu burtreiðar þessara daga, „var
einnig nafnlaus og hafði ekki annað
merki á skildi sínum, en mynd af
eik, sem rifin var upp með rótum,
og undir myndinni stóð spanska orð-
ið Desdichado, eða „arfleysingi“.“
Lesandinn, sem er farinn að þekkja
vinnubrögð höfundar, gerir sér ljóst,
að hér er enginn annar á ferð, en
hetjan sem sagan er heitin eftir.
Okkur er sagt, að ívar hlújárn
hafi verið af saxneskri höfðingja-
ætt sem hafði tekizt að halda nokkr-
um skika af landi sínu, sem Norð-
mannar höfðu annars að verulegu
leyti lagt undir sig. Faðir ívars hlú-
járns sat í Rótarskógi í Dondalnum
í Yorkshire, þar sem hann lifði á
meðal ættmenna sinna í fjarstæðu-
kenndum dagbraumum um endur-
reisn fornar frægðar og ríkis Saxa
sem liðið var undir lok á orrustu-
völlunum við Hasting, fyrir meir en
öld. Siðríkur Saxi, eins og hann var
nefndur af almenningi, var vernd-
ari lafði Róvenu, sem var jafnvel
af enn göfugri ættum en hann sjálf-
ur taldi sig vera, því að hún var
afkomandi sjálfs Alfreðs konungs,
hugðist gifta Róvenu, Aðalsteini
af Koningsborg, sem Siðríkur
vildi að yrði höfðingi Saxanna.
þegar þeir hefðu rekið Normannana
af höndum sér og öðlazt sjálfstæði á
ný. Róvena var nú ekki aldeilis
sammála Siðríki um þennan ráða-
hag, og leizt ekkert á framtíðina við
hlið hins stóra, hugaða, níðlata,
þunglamalega síétandi og sídrekk-
andi Aðalsteins, heldur vildi hún
eiga sér stað við hlið sonar Siðríks
sjálfs, sem Vilfreð hét, en kallaður
var ívar hlújárn, eítir landareign
þeirri sem hann hafði hlotið í vöggu.
gjöf. Siðríkur hafði lítið dálæti á
syni sínum og ekki jókst það, þegar
ívar tók sig upp og gekk í þiónustu
Ríkharðs og fór með honum í kross-
ferðina.
Það var líkt um fvar hlújárn og
konung hans, að hann kom dulbú-
inn sem pílagrímur heim til Eng-
lands og segir frá því fyrst í bók-
inni. Sem slíkur tók hann þátt í
burtreiðunum í Ashby, og vann sér
þar mjög til frægðar.
Það bar enginn kennsl á hann frek-
ar en konunginn Ríkharð, fyrr en
að lokum burtreiðunum, að hann
átti að þiggja heiðurssveig frá
drottningu leikanna, hinni fögru
Róvenu. Samkvæmt siðvenjunni,