Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 93
ROCKEFELLER CENTER
91
FYRIRMYND VERZLUNAR- OG
MENNINGARMIÐSTÖÐVA
ANNARRA BORGA
Það leikur enginn vafi á því, að
Rockefeller Center hefur náð því
markmiði stofnanda síns, að þar
skyldi ríkja „samræmi" í hvívetna
og fyrirtækið yrði einnig „að bera
sig“. En hvað er að segja um þann
tilgang Rockefellers með bygging-
arstarfsemi þessari, að hún skyldi
verða „stórt framlag" til þróunar
og endurbóta í skipulagningu og
endurbyggingu stórborga nútím-
ans? Skipulagning borga er auð-
vitað mjög flókið viðfangsefni. Það
er jafnframt viðfangsefni, sem gef-
ur tilefni til alls konar deilna. Það
getur liðið langur tími, þar til hægt
er að kveða upp endanlegan úr-
skurð um velgengni einhvers eins
þáttar skipulagsins. En Rockefeller
Center markar tímamót á þessu
sviði, þó að ekki væri nema ein-
göngu vegna þess, að þar var heil
þyrping skýjakljúfa skipulögð sem
ein heild í fyrsta skipti og nægilegt
tillit tekið fyrirfram til nægilegs
auðs rýmis milli bygginga, um-
ferðarskipulags og umferðarstjórn-
ar, greiðs aðgangs fótgangandi fólks
og heildarútlits svæðisins, einnig
frá fagurfræðilegu sjónarmiði.
En Rockefeller hefði örugglega
orðið ánægðastur vegna þeirrar
staðreyndar, að Rockefeller Center
hefur verið athuguð og grannskoð-
uð sem hugsanleg fyrirmynd að
fyrirhuguðum verzlunar- og menn-
ingarmiðstöðvum í öðrum borgum.
í stað niðurnídds og óhreins
geymslusvæðis járnbrautarlesta og
vagna í Boston hefur nú risið
þyrping bygginga í líkingu við
Rockefeller Center. Ber svæði þetta
nafnið Prudential Center. Þar er
um að ræða svæði, sem nær yfir 31
ekru. Þar er þyrping af háhýsum
með verzlunum, skrifstofum og
íbúðum, gistihús og risavaxið sam-
komuhús. Heildarskipulag svæð-
isins er stórglæsilegt, og myndar
þetta fagra heild. Á 10 ekru svæði
í Dallas mun rísa þyrping skrif-
stofuhúsa, og smásöluverzlana, auk
gistihúss, og á milli bygginganna
mun verða nægilegt opið svæði
15 fetum fyrir neðan gangstéttirn-
ar, svo að fótgangandi fólk geti
komizt allra sinna ferða á svæð-
inu án þess að þurfa að ganga yfir
götur. „Gullni þríhyrningurinn“ í
Pittsburgh, St j órnarskr ár torgið í
Hartford, Ville-Marietorgið í
Montreal, Evrópumiðstöðin í
Berlín og Penn Center í Fíladelpíu
(en það er enn að færa út kvíarn-
ar), allar þessaf borgarmiðstöðv-
ar og miklu fleiri standa í mikilli
þakkarskuld við framlag Rocke-
fellers til þróunar og endurskipu-
lagningar stórborga nútímans.
íbúar margra borga hafa þegar not-
ið góðs af hinu frjóa ímyndunar-
afli hans, dirfsku hans og óbugandi
vilj astyrk.