Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 93

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 93
ROCKEFELLER CENTER 91 FYRIRMYND VERZLUNAR- OG MENNINGARMIÐSTÖÐVA ANNARRA BORGA Það leikur enginn vafi á því, að Rockefeller Center hefur náð því markmiði stofnanda síns, að þar skyldi ríkja „samræmi" í hvívetna og fyrirtækið yrði einnig „að bera sig“. En hvað er að segja um þann tilgang Rockefellers með bygging- arstarfsemi þessari, að hún skyldi verða „stórt framlag" til þróunar og endurbóta í skipulagningu og endurbyggingu stórborga nútím- ans? Skipulagning borga er auð- vitað mjög flókið viðfangsefni. Það er jafnframt viðfangsefni, sem gef- ur tilefni til alls konar deilna. Það getur liðið langur tími, þar til hægt er að kveða upp endanlegan úr- skurð um velgengni einhvers eins þáttar skipulagsins. En Rockefeller Center markar tímamót á þessu sviði, þó að ekki væri nema ein- göngu vegna þess, að þar var heil þyrping skýjakljúfa skipulögð sem ein heild í fyrsta skipti og nægilegt tillit tekið fyrirfram til nægilegs auðs rýmis milli bygginga, um- ferðarskipulags og umferðarstjórn- ar, greiðs aðgangs fótgangandi fólks og heildarútlits svæðisins, einnig frá fagurfræðilegu sjónarmiði. En Rockefeller hefði örugglega orðið ánægðastur vegna þeirrar staðreyndar, að Rockefeller Center hefur verið athuguð og grannskoð- uð sem hugsanleg fyrirmynd að fyrirhuguðum verzlunar- og menn- ingarmiðstöðvum í öðrum borgum. í stað niðurnídds og óhreins geymslusvæðis járnbrautarlesta og vagna í Boston hefur nú risið þyrping bygginga í líkingu við Rockefeller Center. Ber svæði þetta nafnið Prudential Center. Þar er um að ræða svæði, sem nær yfir 31 ekru. Þar er þyrping af háhýsum með verzlunum, skrifstofum og íbúðum, gistihús og risavaxið sam- komuhús. Heildarskipulag svæð- isins er stórglæsilegt, og myndar þetta fagra heild. Á 10 ekru svæði í Dallas mun rísa þyrping skrif- stofuhúsa, og smásöluverzlana, auk gistihúss, og á milli bygginganna mun verða nægilegt opið svæði 15 fetum fyrir neðan gangstéttirn- ar, svo að fótgangandi fólk geti komizt allra sinna ferða á svæð- inu án þess að þurfa að ganga yfir götur. „Gullni þríhyrningurinn“ í Pittsburgh, St j órnarskr ár torgið í Hartford, Ville-Marietorgið í Montreal, Evrópumiðstöðin í Berlín og Penn Center í Fíladelpíu (en það er enn að færa út kvíarn- ar), allar þessaf borgarmiðstöðv- ar og miklu fleiri standa í mikilli þakkarskuld við framlag Rocke- fellers til þróunar og endurskipu- lagningar stórborga nútímans. íbúar margra borga hafa þegar not- ið góðs af hinu frjóa ímyndunar- afli hans, dirfsku hans og óbugandi vilj astyrk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.