Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 107
LUNDÚNIR BRENNA
105
hafði slengt stórri peningapyngju
yfir öxl sér. í henni voru hundrað
gullguineur, og hann kastaði pen-
ingum til sveittra verkamanna,
þegar hann stöðvaði hest sinn til
þess að gefa fyrirskipanir.
En hans eigið fordæmi hafði samt
enn meiri áhrif en gullið. Á einum
staðnum steig Karl konungur af
baki og tók sjálfur til höndunum,
þótt hann stofnaði sér í hættu
vegna fallandi bjálka.
Hann stóð þarna í ökkladjúpri
leðju með skóflu í hendi og mok-
aði með verkamönnunum. Andlit
hans var svart af óhreinindum, og
leðjan lak af knipplingalíningun-
um hans. Svo tók hann sér stöðu í
röð manna, sem réttu á milli sín
leðurfötur, fylltar vatni. Bróðir
hans tók líka til höndunum „um-
luktur eldi“, og veitti slökkvisveit
einni nálægt Bridgewellhafnar-
bakkanum góða aðstoð.
Eftir hádegið komu enn fleiri
hermenn og sjóliðar á vettvang, en
viðleitni þeirra reyndist gagnslaus,
þar eð rokið þeytti logunum stöð-
ugt lengra og lengra áfram. Guild-
hall, aðsetur borgarstjórnar Lund-
úna, var nú ein rúst. Einn sjónar-
vottur lýsir bruna hússins þannig,
að húsið hafi glóð tímunum sam-
an sem „höll úr gulli“. Aðeins tvö
svæði innan borgarveggja City-
hverfisins losnuðu við að verða eld-
inum að bráð. Annað þeirra náði
frá norðri í áttina til suðausturs, en
hitt var vestan til í City, þ. e. í
kringum St. Pálskirkjuna.
Frá hádegi og fram eftir deg-
inum hafði verið að kvikna í bygg-
ingunum fyrir neðan St. Pálsdóm-
kirkjuna, hverri af annarri. Hinn
frægi skóli Colets prófasts brann
til kaldra kola, einnig Konunglegi
læknaskólinn við Amenhorn.
Traustir veggir þessa risabákns og
hinn mikli turn teygðu sig samt
upp úr reykhafinu. Það var eins og
þeir væru ósigrandi, líkt og fyrir
einhverja guðlega náð. Félag bók-
sala og ritfangasala flutti bækur
sínar til St. Pálsdómkirkjunnar. St.
Faith, þeirra eigin kapella, var niðri
í grafhvelfingunum undir kirkj-
unni. Og þeir álitu þetta vera ör-
uggasta staðinn til þess að geyma
bækur sínar á.
Er dimma tók um klukkan 8 á
þriðjudagskvöldið, var bóksali einn,
Martin að nafni, staddur í garðin-
um við kirkjuna. Skyndilega rak
hann upp stór augu. Vindurinn bar
stóran eldibrand yfir á þak kirkj-
unnar. Það var þakið blýi, en það
vildi svo slysalega til, að eldibrand-
urinn lenti einmitt á planka, sem
notaður hafði verið til þess að gera
við sprungu í málminum. Plank-
inn byrjaði strax að loga, og eftir
örfáar mínútur spruttu fram log-
ar hvarvetna. Nú kviknaði í timb-
urþakinu, og blýið byrjaði að
bráðna og renna niður eftir veggj-
unum. Bjálkar skullu niður í mið-
skip og kór kirkjunnar. Súluhöf-
uð og loftbrúnir duttu niður í gólf-
ið og brutu það. Og þá var ekki að
sökum að spyrja. Það kviknaði óð-
ar í bókum bóksalafélagsins, sem
geymdar voru niðri í hvelfingu
St. Faiths, og brátt hafði hún
breytzt í logandi víti.
Er hitinn jókst ofsalega, losnuðu
stórar steinflögur úr veggjunum og