Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 29
VELDUR SÓLIN DAUÐA MARGRA
unnið sér nafnfrægð í ýmsum lönd-
um, og hafði stuðning manna slíkra
sem Svante Arrhenius, Giorgo
Piccardi og Helmuth Berg, auk þess
sem hann hafði verið kosinn heið-
ursforseti á hinu fyrsta alþjóðlega
þingi lífeðlisfræðinga og alheims-
líffræðinga, höldnu í New York.
Snemma á árinu 1965 skipaði
vísindaakademía Sovétríkjanna
nefnd sem meta skyldi framlag
Chizhevskys til vísindanna. For-
maður nefndar þessarar var próf.
B. M. Kedrov, og komst nefndin að
þeirri niðurstöðu að starf hans og
hugmyndir hefðu mikið vísinda-
gildi.
Ellefta ágúst 1784 skilaði nefnd,
sem Lúðvík sextándi hafði skipað
til að rannsaka staðhæfingar Frans
27
Mesmers, því áliti, að hann væri
svikari. Skýrslan staðhæfði það að
segulmagn væri óskynjanlegt, og
og það hefði engin áhrif haft á
neinn af nefndarmönnum né heldur
af neinn af þeim sjúklingum, sem
það hefði verið prófað á.
En áhrif segulafls á taugakerfið
hafa einnig sannazt síðar af fjölda
rannsókna, og meðal þeirra, sem að
því hafa unnið eru læknarnir próf.
M. Mogendovich og aðstoðarmaður
hans R. Skachedub, en hann not-
aði segulstál til að lina þrautir
manna, sem særzt höfðu í heims-
styrjöldinni síðari, og áleit hann að
segulaflið orkaði sem hemill á
taugakerfið.
Á síðustu árum hafa sovézkir vís-
indamenn komizt að því að dánar-
tala af völdum blóðsega hækkar