Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 83

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 83
UPP HAMRANA 81 verða til þess, að hann skylli beint niður á gjábotninn. Bagley fylltist ísköldum ótta og velti því fyrir sér, hvað hann gæti tekið til bragðs. Hann gerði sér grein fyrir hinni hættulegu aðstöðu sinni. Hann sá, að eina von hans var fólgin í því, að honum tækist að losa vaðinn með því að sveifla honum til. Þá mundu félagar hans uppi á brúninni finna þennan skyndilega slaka og draga svolít- inn hluta vaðsins upp til sín, og þá væri hann búinn að fá alveg hæfilegan slaka á ný. „Gefið út línuna!“ hrópaði hann. En menn- irnir fyrir ofan hann virtust ekki hafa heyrt til hans vegna ýlfursins í vindinum og ofsafengins brim- hljóðsins. En það var annar maður, sem hafði heyrt til hans. Það barst veik rödd að eyrum Bagleys. Hún kom frá vinstri, handan Svíns- hryggjar. „Hérna!“ sagði röddin. Floyd Jones var lifandi. Bagley varð nú að velja, og það val var ofboðslega erfitt. Héldi hann áfram að síga niður eftir hömrunum til þess að reyna að koma Jones til bjargar, mundi vaðurinn losna frá trjárótunum þá og þeg'ar. En héldi hann kyrru fyrir þarna á syllunni, mundi Jones ör- ugglega deyja. „Guð minn góður! Hjálpaðu mér!“ stundi röddin. En nú virtist hún veikari en áður. Uppi á klettabrúninni varpaði bjarmi af báli óhugnanlegum blæ á veðurbarin andlit mannanna, sem gættu vaðsins. Horace, frændi Bag- leys, lá frammi á brún hengiflugs- ins og fylgdist með slakanum á vaðnum. Vaðurinn titraði í höndum han, og hann sá skyndilega snögg- an glampa þarna fyrir neðan sig. „Gefið út meiri línu!“ hrópaði hann til hinna. „Litli maðurinn er að fara inn í gjána.“ Bagley hafði valið. Hann fikr- aði sig yfir gjána, en rann hvað eft- ir annað til á frosnum snjónum. En líflínan hans, hans eina von og mesta ógn í senn, stóðst raunina. Hún losnaði ekki. Begley reyndi að hugsa ekki stöðugt um hana, heldur reyndi að einbeita hugan- um að Floyd Jones, er hann skreið upp eftir urðinni á Svínshrygg. Þegar hann var kominn upp á hryggbrúnina, lagðist hann flatur og beindi vasaljósinu niður fyrir sig hinum megin. Um 25 fetum fyrir neðan hann lá Floyd Jones í hnipri á mjórri syllu rétt fyrir ofan ólgandi öldurnar. Hann hafði þrýst andliti sínu og handleggjum inn í skoru í veggn- um. Föt hans voru gaddfreðin. Að- eins ljóst hár hans blakti í vind- inum. Nú gleymdi Bagley alger- lega sinni hættulegu aðstöðu vegna neyðar mannsins. Mennirnir uppi á brúninni skildu merki hans, er hann kippti í vaðinn, og gáfu út meiri vað. Og svo hélt hann yfir hrygginn. Hann fikraði sig síðan beint niður eftir ójöfnum hamr- inum, spyrnti í hann fótunum og ýtti sér frá honum með höndunum. Horace, sem lá á hamrabrúninni, fann skyndilega, að það slaknaði mjög á vaðnum. „Við erum búnir að missa hann!“ æpti hann!“ Hann varð óttasleginn og tók að draga að sér kaðalinn í miklu ofboði, fyrst 30 fet, svo 20 í viðbót og enn 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.