Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 81

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 81
UPP HAMRANA 79 mál, og hann gat nú næstum fund- ið ofsa stormsins og' úthafsbylgj- anna, sem lömdu höfðann æðislega á þessari óveðursnóttu. „Jæja,“ svaraði hann, „það er víst bezt fyr- ir mig að koma mér af stað.“ Kona Bagleys stakk aukavettl- ingum í jakkavasa hans, á meðan hann var að klæða sig. Svo steig hann upp í bílskrjóðinn sinn og ók af stað í átt til Suðvesturhöfða, sem var sex mílur í burtu. Bugð- óttur vegurinn var háll, og skóf snjóinn yfir hann öðru hverju. Bag- ley hafði áður verið fiskimaður, en hafði nú fengið öruggara starf í landi. Hann var varkár og ók því mjög varlega. Það var engin ástæða til þess að leggja sig í óþarfa hættu. Þessa nótt var háð hörð barátta við ofsafengin náttúruöfl til þess að koma til hjálpar meðbræðrum, sem voru í nauðum staddir. Atburðir næturinnar höfðu í rauninni átt upptök sín morguninn áður, er tveir menn lögðu af stað í veiðiferð. Þeir höfðu lagt af stað í lekum vélbát frá Haycockhöfn í Mainefylki, sem var í fimmtán mílna fjarlægð hin- um megin flóans. Þetta voru þeir Billy Jones, 42 ára gamall, og Floyd bróðir hans, 36 ára að aldri. Þeir höfðu eklti neina fasta vinnu, en reyndu að hafa ofan af fyrir fjöl- skildum sínum með ýmissi ígripa- vinnu. Þeir ætluðu sér að ná í dá- lítið af kuðungi í matinn. En svo skall á norðanvindur, en þeir voru komnir út á flóann. Vélin bilaði, og þeir börðust við ósjó og storm í 12 klukkustundir og jusu af öllum lífs og sálar kröftum. Þeir þjáðust af sjóveiki. Öðru hverju báðust þeir fyrir. Er myrkur var skollið á, báru þeir lægri hlut fyrir storminum, sem rak þá nú óðfluga í áttina til vita eins á suðurenda Stóru-Manan- eyjar. Að síðustu náðu þeir landi með herkjumunum í urðinni fyrir neðan hinn þverhnípta Suðvestur- höfða. Þeim tókst að klöngrast yfir urðina upp fyrir fjöruborðið. Floyd var orðinn máttvana af kulda og komst ekki lengra. En Billy byrjaði að klifra upp hamrana. „Eg ætla að stefna á vitaljósið þarna uppi,“ hrópaði hann til Floyds. Floyd svar- aði þvi engu. Þrem tímum síðar heyrði Ottawa Benson vitavörður og eiginkona hans, að það var barið að dyrum hjá þeim. Frú Benson opnaði hurð- ina, en hörfaði aftur á bak við þá sjón, er fyrir augun bar. Á þrösk- uldinum lá maður á fjórum fótum. Hann var alsnjógur og starði á .hana með tryllingsglampa í augum. „Bróðir minn...“ stamaði hann. „Okkur bræðurna rak á land hérna fyrir neðan höfðann. Ég komst upp hamrana, en hann er enn þá þarna niðri.“ Benson trúði ekki sínum eigin eyrum. Hann vissi ofur vel, að það var næstum alveg ógerlegt að klifra upp hamrana, sem voru næstum þverhníptir. Hann hringdi í skyndi á símstöðina í Selsvík, sem var næsta fiskiþorpið, en á eyjunni eru samtals sjö þorp. íbúar Stóru-Mananeyjar eru 2500 talsins. Þetta. er mjög samhent fólk, enda brýn nauðsyn til slíks í þessu litla samfélagi. Brátt komu menn- irnir úr Selsvík til vitans. Þeir voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.