Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 17
TÍMAMIÐSTÖÐ HEIMSINS
15
ur skáru hádegisbaug Greenwich,
síðan var stjörnutímanum breytt í
GMT með einföldum útreikningi.
Síðan árið 1957 hafa aðal-útreikn-
ingarnir verið gerðir í Herstmon-
ceux, sem er gamall kastali í Suss-
ex, utan við London. Á heiðskírum
nóttum eru þar teknar myndir af
ca 30 stjörnum á því augnabliki
sem þær skera hádegisbauginn.
Niðurstöður þessara athugana eru
svo notaðar til þess að reikna út
nákvæman tíma. Milli stjörnuat-
hugana er tíminn mældur með
furðu-vélum eins og „Kvarts-
klukkunni“, sem mælir tímann svo
nákvæmlega, að þar skeikar ekki
einum milljónasta hluta úr sek-
úndu. Ennþá stórkostlegri er þó
atóm-klukkan, en með geisla-út-
sendingum sínum mælir hún tím-
ann upp á billjón-hluta úr sekúndu
á dag.
Enn sem komið er þurfum við
auðvitað ekki á því að halda að
mæla tímann með slíkri nákvæmni,
og í flestum raunhœfum tilfellum
er einn þúsundasti úr sekúndu al-
veg nógu nákvæmt.
Hinn venjulegi dagblaðalesandi nú á dögum á erfitt með að segja
til um Það, hvort veröldin sé alltaf að versna eða blaðamennirnir leggi
bara meira að sér en áður fyrr.
Margt barn er eyðilagt á dekri og eftirlæti, af því að það er fjandi
erfitt að flengja tvær ömmur.
L. R.
Leyndardómur hamingjunnar.
Nú þegar i byrjun júní er ég farinn að sjá eftir þvi, að sumarið skuli
brátt vera liðið, því að dagarnir byrja að styttast eftir 21. júní. Ég
líkist dálítið honum Jeff, sem fór að grátu viku fyrir jól og gaf þessa
skýringu, þegar hann var spurður um ástæðuna: „Af þvi að jólin verða
bráðum búin.“
Leyndardómur hamingjunnar er fólgin í því að lifa augnablikið á
sama hátt og barn, án þiess að líta aftur í tímann eða fram á veginn.
Patrick Kavanagh.
Kona nokkur ruddist móð og másandi upp í leigubil og hvatti leigu-
bílstjórann til þess að aka í loftinu til húss eins í hinum enda bæjarins.
„Ég á að koma til sálfræðingsins míns klukkan þrjú,“ stundi hún upp,
„og sé ég ekki komin tímanlega, byrjar hann bara án mín:“
Þrennt, sem kemur að jafngóðum notum og það, sem betra er: tré-
sverð i heiguls hendi, ljót eiginkona biinds manns, tötrar drykkju-
mannsins.
Irskur málsháttur.