Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 97

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 97
LUNDÚNIR BRENNA 95 sem virtist drottna yfir borginni og setja sinn svip á hana. Pepys stóð þarna um hríð og virti Lundúnaborg fyrir sér. Vindurinn gnauðaði við eyru.honum. Og hann sá hræðilega sýn. Hann sá, að stórt svæði í kringum Lundúnabrú stóð í björtu báli. f Thamesstræti var eldurinn að nálgast skipakvíarnar og vörugeymsluhúsin. Brúin sjálf logaði nú í báða enda, og nú, er Pepys stóð þarna og virti brúna fyrir sér, sá hann, að húsin á brúnni hrundu logandi niður í ána hvert á fætur öðru. Pepys flýtti sér niður þrepin til aðseturs Sir John Robinsons, sem var varðstjóri Lundúnaturns, en Robinson vissi mjög vel um út- breiðslu eldsins í ýmsum smáatrið- um. Robinson sagði, að eldurinn hefði kviknað heima hjá Thomas Farynor, bakara konungs, í Pudd- ing Lane klukkan 2 eftir miðnætti. Sir Thomas Bludworth borgarstjóri hafði svo verið vakinn skömmu eft- ir það. Bludworth var mjög gram- ur yfir því að vera vakinn svona skyndilega af værum blundi. Hann leit sem snöggvast í áttina til elds- ins og sagði svo, að það þyrfti ekki annað en að láta einn kvenmann pissa á eldinn, því að slíkt mundi nægja. Einhver hafði þá spurt, hvort rífa ætti húsin við útjaðra eldsins til þess að hindra frekari útbreiðslu hans. Bludworth svaraði því neit- andi og hélt aftur heim til sín. Síð- an hafði eldurinn stöðugt breiðzt út. Pepys hraðaði sér niður að Thamesá og fékk ferjumann til þess að róa sér nálægt eldhafinu. Þegar báturinn nálgaðist Lundúnabrú, glaðnaði sem snöggvast yfir Pepys. Þegar hann var kominn nálægt brúnni, sá hann greinilega, að hún logaði ekki öll. En þegar báturinn var kominn yfir um, fylltist Pepys undrun og skelfingu. Allur árbakk- inn var eitt eldhaf, allt upp til Cold- harbour. Þykkan reykjarmökk lagði upp frá nokkrum skipakvíum. Stórt vörugeymsluhús, fullt af tólg og timbri, sprakk í loft upp með mikl- um drunum, og logarnir þeyttust samstundis hátt í loft upp. Pepys fylgdist með hamförum þessum í rúma klukkustund úr bát sínum, og það, sem hann sá, fyllti hann skelfingu. Hvass vindurinn æsti eldinn um allan helming og dreifði honum hús úr húsi. Þetta voru timburhús, og þau voru nú skraufþurr vegna langvarandi sum- arþurrka, sem voru þeir verstu, sem verið höfðu nú um árabil. Það var ótrúlegt, að fólk, sem bjó nálægt eldhafinu, virtist ekki skilja það, hvílík geigvænleg hætta var þarna á ferðum. Margir neituðu að yfir- gefa heimili sín, þangað til eldurinn var kominn alveg að þeim. Þá æddu þeir í ofboði niður að næstu báts- þrepum niðri við Thamesá með ein- hverj ar eigur sínar með sér og reyndu að leigja sér bát. Dúfurnar virtust jafnvel ekki vilja yfirgefa heimili sín. Þær flögruðu um ná- lægt gluggum og svölum, og sumar þeirra gerðu alls enga tilraun til þess að færa sig úr stað. Að síðustu sviðu eldtungurnar vængi þeirra, og þá steyptust þær til jarðar. En það versta var samt, að enginn virtist gera neina tilraun til þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.