Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
Konungurinn fylgdist meö, þar sem
því var við komið.
að augu mín megi aldrei sjá aðra
slíka!“
BRUNI ST. PÁLS-
DÓMKIRKJUNNAR
Þegar komið var fram á þriðju-
daginn, var helmingur borgarinn-
ar brunninn til kaldra kola, og nw.
hafði enn hvesst og var komið ofsa-
rok. Eldibrandar þeyttust um loft-
ið, sóti og ösku rigndi yfir þök og
garða, og alla leið úti í Kensington
dönsuðu neistar og tuskudruslur í
loftinu. „Það mátti halda, að þetta
væri sjálfur Dómsdagur,“ skrifaði
maður nokkur um ógnir þessar.
Nú brunnu heilu húsaraðirnar og
hrundu í einu sem eitt hús. Séra
Thomas Vincent sá hús „hrynja,
frá öðrum enda götunnar
til hins með miklum drunum, svo
að eftir standa grunnarnir einir,
gapandi móti himninum.“ Það var
svo erfitt að ná í vagna, að fólk
borgaði 40—50 sterlingspund fyrir
aðstoð til þess að flytja eigur sínar
að eftir standa grunnarnir einir,
vann sér inn 400 sterlingspund í
einni ferð.
Straumur flóttafólksins hélt
áfram og fyllti alla vegi út úr borg-
inni. Hundruð manna hnigu ör-
magna niður við vegbrúnina, að
lotum komin vegna reyks og
þreytu. Skelfing manna í City-
hverfinu óx enn um allan helm-
ing, þegar sjóliðarnir fóru að nota
byssupúður til þess að sprengja
hús í loft upp. Nýr orðrómur
breiddist út með hverri spreng-
ingu: hollenzkur floti var að sigla
upp Thamesá, franskt 50.000 manna
herlið var að sækja að borginni.
Konungurinn og hertoginn af
York höfðu sofið lítið sem ekkert
undanfarnar tvær nætur, en samt
voru þeir komnir á stjá enn á ný.
Þeir riðu greitt á milli eldvarna-
stöðvanna og litu eftir því, að allt
væri gert sem unnt var til þess að
hefta útbreiðslu eldsins. Konungur