Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
sem von var. „Þetta er vottur þess
hve langt flugmaður getur komizt
í heimsku," sagði hann.
„Svona gerðist þessi ferð mín,
svona undarlega, og aldrei skal ég
hvika frá því, hvað sem þið segið.“
Hann neitaði harðlega að taka við
nokkrum launum, hverju nafni sem
nefndust, afsagði að græða eyris-
virði á þessari glæfraferð. Blaða-
maður bauð honum $ 500 fyrir frá-
sögu af ferðinni, sem birtast mætti
í blaði hans, en hann fékk honum
hana ókeypis.
„Þetta er hið furðulegasta sem ég
hef heyrt á ævi minni,“ sagði am-
bassador Bandaríkjanna í Dublin.
„En hverju ætlið þér að svara þeg-
ar sérfræðingar í flugi fara að
spyrja yður?“
Corrigan þóttist ekki vera í vand-
ræðum með það. Það var að vísu
einkennilegt að hann skyldi ékki
hafa séð til sólar í tuttugu og sex
ldukkustundir, enn furðulegra að
hann skyldi í villu sinni lenda ein-
mitt yfir írlandi. Líklegast þótti að
þetta væri ekki einleikið.
En var það nú satt sem hann
sagði, þessi kórvilluflugmaður? Eða
var framburður hans einhver hin
mesta lygasaga sem heyrzt hefur?
Enginn getur skorið úr því, það
er jafn mikið vafamál enn í dag og
það var daginn þann sem Corrigan
var sæmdur bandarísku heiðurs-
merki fyrir afrek sitt, en það bar
upp á sama dag sem hann fékk bréf
þess efnis að hann væri útnefndur
heiðursfélagi í Lygaraklúbb Banda-
ríkjanna.
Bók á velgengi að mæta, þegar fólk, sem hefur ekki lesið hana, læzt
hafa gert það.
Vandamálið við ræðuhöld er ekki fyrst og fremst fólgið i þvi að vita,
hvenær á að hætta, heldur að vita, hvenær á ekki að byrja.
E'f beljurnar vissu um söluverð mjólkur nú á dögum, yrðu þær ekki
aðeins ánægðár, þær mundu alveg hlæja sig máttlausar.
Á MORGUN: Mest notaða vinnusparnaðaraðferð heimsins.
Hagfræðingar sjá merki þess, að nú fari f hönd betri tímar í Indó-
nesiu, því að nú eru falsaðir peningaseðlar farnir að sjást á nýjan
leik í Jakarta. Undanfarið hefur indónesíska myntin, rupiah, verið
svo verðlítil vegna verðbólgu (10.000 fyrir hvern dollar á svörtum
markaði), að það var ekki álitið þess virði að hafa fyrir þvi að falsa
peningaseðla.