Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 113

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 113
LUNDÚNIR BRENNA 111 höfðu orðið eldinum að bráð, og það var ákveðið, að 51 þeirra skyldi endurreist. Arkitektinn, sem stóð fyrir byggingu allra þessara kirkna, var Christopher Wren, og byggingarafrek þetta er einn mesti og listrænasti sigurinn í allri sögu Englands og kirkjunnar, höfundi sínum til mikils sóma. Mesta meistaraverk Wrens var þó endurbygging St. Pálsdómkirkj - unnar. Um leið og hálfhrundir veggir kirkjunar voru brotnir nið- ur, byggði hann sér pall, en af honum mældi hann fyrir hinu nýja hvolfþaki. Dag einn kallaði hann til verkamanns eins og bað hann um að koma með stein, svo að hann gæti merkt stað einn, sem hann hafði valið í þessu augnamiði. Mað- urinn tók upp þann stein, sem var hendi næst í ruslahaugunum. Þetta var brot úr gömlum legsteini og á hann var letrað eitt orð: Resurgam — „Ég mun rísa að nýju“. Hvolf- þakið var fullgert árið 1710, þeg- ar Wren var orðinn næstum átt- . ræður. Karl II. lifði ekki svo lengi, að honum auðnaðist að líta þessa kórónu alls sköpunarstarfs síns í þágu Lundúnaborgar. Hann dó í hinum konunglega svefnsal 6. feb- rúar árið 1685 eða næstum 20 ár- um eftir eldsvoðann mikla. En þá hafði hinni glæstu hugmynd hans um glæsilega, nýja borg innan gömlu borgarmúranna verið hrund- ið í framkvæmd. „City of London“, borgin innan gömlu múranna, var ekki lengur samsafn öngstræta og hreysa, þar sem öllu ægði saman í ofboðsleg- um þrengslum, borg subbulegra leiguhjalla og vesælla fátækra- hverfa, sem hróflað hafði verio upp. Nú stóðu þar þúsundir snot- urra húsa úr rauðum múrsteini við steinlögð stræti. Og hús þessi höfðu öll verið byggð í samræmi við byggingarsamþykkt. Gatnamót. höfðu verið víkkuð, bugður höfðu verið teknar af strætum og halli jafnaður. í fyrsta skipti um aldaraðir þurfti gangandi fólk nú ekki lengur að vara sig sífellt á alls konar út- skotum húsa, er áður höfðu skag- að fram í götuna. Nú voru húsa- raðirnar alveg beinar. Cityhverfið hafði losnað við svartadauða, drep- sóttina hræðilegu, sem hafði leikið íbúa þess hræðilega öld fram af öld. Áður höfðu börnin ekki getað vænzt þess að ná fullorðinsaldri án þess að verða fórnardýr þessa hræðilega sjúkdóms. En nú var því lýst yfir, að Lundúnaborg væri sú borg heimsins, „þar sem heilbrigð- isástandið væri bezt“. Nú sendu þakrennur ekki leng- ur vatnsgusur niður í andlit veg- farenda. Nú runnu ekki lækir af alls konar úrgangi niður eftir miðj- um strætunum. Loftið þar var jafn- vel ilmandi og hreint, vegna þess að göturnar voru breiðari og lengra á milli húsanna. Og nú var ekki lengur eins mik- il eldhætta í borginni sem áður. Aldrei framar mundi slíkur ógn- aratburður sem eldsvoðinn mikli árið 1666 endurtaka sig þar. Flest- öll þeirra þúsunda húsa, sem reist höfðu verið, voru annaðhvort úr múrsteinum eða steini. Eldvarnar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.