Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 104

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL kirkjuveggir, sem en voru uppi standandi, breyttust í hvítglóandi víti. Flóttafólkið beindi allt stefnu sinni að borgarhliðunum umhverfis Cityhverfið. Þar ægði öllu saman. Fátæklegar kerrur kepptu við glæsi- vagna fyrirfólks. Ökumennirnir bölvuðu og rögnuðu, konur og börn grétu. Það tók marga klukkutíma að komast eftir þröngum, hlykkj- óttum strætunum, og margar göt- urnar voru algerlega ófærar, því að þar var allt fullt af vögnum á hvolfi og varningi og ýmsum hús- munum úti um allt. Troðningurinn jókst um allan helming, er verka- menn og ökumenn úr úthverfunum sem voru að reyna að komast inn í borgina, mættu flóttamannkösinni. Þeir þyrptust að hliðunum við Cityhverfið og kröfðust 10, 20 eða jafnvel 30 sterlingspunda fyrir að flytja búslóð manna út á óbyggðu svæðin. Þjófar og ræningjar héldu líka í áttina til Cityhverfisins. Þeir földu sig fyrir varðmönnum kon- ungs og skutust fram hjá þeim. Þeir réðust inn í yfirgefin hús og stálu þar borðbúnaði, húsgögnum og málverkum, sem þeir hlóðu á hjólbörur og óku burt. En það voru líka margir, sem voru önnum kafnir við að reyna að bjarga Lundúnum. Sumir skipu- lögðu sínar eigin brunasveitir. John Dolben, prófastur í Westminster, þrammaði með nemendur Westmin- sterskólans þvert yfir Cityhverfið til kirkjunnar St. Dunstan-in-the-East þar sem þeir voru önnum kafnir klukkustundum saman við að skvetta úr vatnsfötum á kirkju- bygginguna og húsin þar í grennd. Þegar eldurinn kom æðandi upp eftir strætinu, náði hann ekki að granda St. Dunstankirkjunni með háa blýturninn. Hópur manna hafði stritað klukkustundum saman við að rífa niður hús nálægt Leedenhall, risa- vöxnu byggingunni, er var notuð sem markaður, kornforðabúr, vopnabúr og bækistöðvar Austur- Indíafélagsins. Skyndilega kastaði borgarfulltrúi hattfylli af peningum á meðal slituppgefinna mannanna. Þeir höfðu verið að því komnir að gefast upp, en nú tíndu þeir upp peningana í flýti og luku starfinu. Og Leedenhall varð ekki eldinum að bráð, þótt smáskemmdir yrðu að vísu á byggingunni. „LUNDÚNIR ERU EKKI LENGUR TIL“ Vindurinn hélt áfram að blása og rak logana á undan sér í norð- vestur frá Graceehurchstræti inn í Lombardstræti, þar sem skilti með máluðum myndum af einhyrningn- um, hvíta hestinum og engisprett- unni gáfu til kynna, að þarna væri aðsetur bankanna í Englandi. Er líða tók á daginn ,stóðu húsin við þessa glæsilegu götu í björtu báli, og eldurinn æddi nú úr einu verzl- unarhúsinu í annað í Cornhill, þar sem hillurnar svignuðu undan silki- og flauelsefnum. Nú var sólin næstum horfin að baki risavaxins reyktjalds. Þegar henni tókst loks að sigrast á reykj- armekkinum, var hún sem blóð á litinn, og menn, sem voru margar mílur i burtu, tóku eftir því, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.