Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
Allir reyndu aö bjarga því sem bjarga varö.
að ráða niðurlögum eldsins eða hefta
útbreiðslu hans. Pepys vissi, að það
var ekkert opinbert slökkvilið í
miðborginni, en borgarfulltrúarnir
og lögregluþjónarnir hefðu nú átt
að vera búnir að taka höndum sam-
an um að gera einhverja myndar-
lega tilraun til varnar eldsvoðan-
um. Almenningur hefði einnig átt
að geta reynt að berjast við eldinn
með því að ausa á hann vatni úr
leðurfötum þeim, sem voru alltaf
hafðar til taks í sumum kirkjum
og öðrum opinberum byggingum.
Handan Thamesstrætis, á svæði,
þar sem eldurinn hafði enn ekki náð
til neinna húsa, stóð kirkja St.
Lawrence Poultney. Skyndilega
stóð turn hennar í ljósum loga,.
Nokkrum mínútum síðar tók bráðið
blý að streyma niður eftir turnin-
um, þangað til hann hrundi, og um
leið og kirkjuklukkurnar féllu, gáfu
þær frá sér síðasta hljóminn, sem
var hræðilegur, þrunginn ógn.
Nú hafði Pepys séð nóg. Hann
klappaði á öxl ferjumannsins og
benti upp með ánni.
„Til Whitehallhallar,“ sagði hann,
Hann hafði ákveðið að fá áheyrn
hjá konungi.
ORÐRÓMUR OG KONUNGLEGAR
F Y RIRSKIP ANIR.
f Whitehall biðu hundruð trúrra
þegna eftir því að ná fundi konungs
síns, Karls II. Skyndilega var tjöld-
unum að íbúð konungs svipt til
hliðar, og hinn hávaxni konungur
kom í ljós. Á eftir honum komu