Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
sem gæti orðið til þess, að hún yrði
áhyggjufyllri, er hann færi í næstu
flugferð.
„Já, já,“ sagði hann og teygði
makindalega úr sér, „það var bara
þetta venjulega."
Nöfn hinna ýmsu ilmvatnstegunda gefa til kynna, að þau eigi ekki
beinlínis að höfða til dyggða manna.
Ef þú hefur gefizt upp við að opna eitthvað, skaltu bara banna
fjögurra ára krakka að snerta það.
Ef þú skapar hinar réttu aðstæður, mun tækifærið berja oftar en
einu sinni að dyrum hjá þér.
Ef þú heldur, að öryggið s'é ekki fyrir öllu, skaltu bara reyna að biðja
um yfirdrátt i bankanum.
Munurinn á stjórnvitringi og stjórnmálamanni er sá, að stjórnvitr-
ingurinn heldur, að hann tilheyri ríkinu, en stjórnmálamaðurinn held-
ur á hinn bóginn, að ríkið tilheyri honum.
Nýgift hjón höfðu búiö stórt hús að húsgögnum með hjálp kaupbæti-
smiða, sem fylgdu vissri sáputegund. Þau voru að sýna vini sínum nýja
heimilið stolt á svipin.
Aö því loknu sagði gesturinn: „Dásamlegt! En þið hafið bara sýnt
mér fjögur herbergi. Hvað um hin fimm?“
„Ó, við geymum sápustykkin í þeim," svöruðu ungu hjónin.
Claude Mullins dómari segir eftirfarandi sögu af krakka, sem einn
af föstum viðskiptavinum hans eignaðist, en sá viðskiptavinur var
vasaþjófur að atvinnu. Þegar krakkinn fæddist, var hægri hnefi hans
krepptur, og það var alveg ómögulegt að opna hann.
Allt. kom fyrir ekki, þangað til einum sálfræðingnum datt heillaráð í
hug. Hann tók upp vasaúrið sitt og sveiflaði þvi fram og aftur fyrir
framan kreppta hnefann. Krakkinn opnaði hnefann í hvelli og ætlaði
að grípa úrið, og um leið datt hringur ljósmóðurinnar úr lófa krakkans.
The Advocate.
Njóti barnið ekki kennslu móður sinnar, mun það örugglega ekki
fara á mis við kennslu heimsins.
Irskur málsháttur.