Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
því, þegar hann ]ét hest sinn brokka
fram hjá mjög „góðlegum" bola, að
skyndilega voru bæði hann og
hesturinn ríðandi í hásæti á hornum
tuddans. Enginn skyldi nokkru
sinni treysta vísundum, hversu góð-
legir og rólegir sem þeir virðast
„Sá, sem þekkir vísund bezt,
treystir þeim sízt“, segja reyndir
gæzlumenn. Byrjendum í því starfi
er oft sögð sagan um Dick Rock
og félaga hans. Þeir höfðu gætt hóps
nokkurs, síðan vísundarnir voru
kálfar og tamið þá, riðið á þeim
og sýnt þá. Dag einn réðst uppá-
haldsvísundur Rocks á hann, stang-
aði hann til bana og hélt áfram að
tæta lík hans sundur með horn-
unum, þangað til hann var skot-
inn. Félagi Rocks sneri eitt sinn
baki að sex vetra gömlum tarfi,
sem gerði sér lítið fyrir og stang-
aði hann stórhættulega.
Vísundarnir geta gengið allt frá
fæðingu. Meðgöngutíminn er níu
mánuðir og kálfarnir fæðast venju-
lega seint á vorin. Þá eru þeir
rauðgulir á lit og 25 kg. þungir.
Eftir 5—10 mínútur eru þeir komn-
ir á fót, farnir að sjúga, geta geng-
ið og jafnvel brokkað af stað. Fimm
til sex vikna, byrja þeir að kroppa
gras, en árs gamlir ganga þeir und-
an mæðrunum. Fullvaxnir verða
þeir 7- -8 vetra og þá eru tarfarn-
ir orðnir upp undir tonn á þyngd,
en kýrnar rúmlega V2 tonn. Þá
eru þeir búnir að fá tvö hélugrá
horn, beygð í hálfhring. Þeir hafa
tvö aukarifbein, eitt í hvorri síðu.
Hafa þeir því 14 rifbein hvorum
megin, en aðrar nautgripategundir
hafa aðeins 13. Hárið er dökkbrúnt
og fellur á hverju vori, en hangir
þó í sneplum víða um skrokkinn,
nema á herðakambi, en þar er oft-
ast samfellt reyfi
Nægjusemi vísundanna og harka
við að ganga fyrir sér sjálfir er að-
alástæðan fyrir því að bændur tóku
upp ræktun þeirra. Nú eru hjarðir
af þeim í 46 ríkjum Bandaríkjanna
og víðsvegar í Kanada. Þótt þeir
séu helmingi stærri en venjulegt
naut, geta þeir lifað á þriðjungi
minna beitilandi, hagnýtt gras,
sem nautgripir líta ekki við og
skammtað sér sjálfir, þegar þröng
gerist um haga, eða ef jarðbann
verður vegna snjóa.
Enginn skyldi þó álíta leik einn
að sjá um þá, enda mjög ólíkt því
að fást við nautgripi. Það reyndist
mánaðarstarf fyrir 8 smala, alla
vel ríðandi, að smala saman 1200
vísundum á fjallasvæði einu í fyrra
haust. Hjarðirnar voru dreifðar á
landi, sem náði 15 km í allar átt-
ir út frá kvíunum. Smalarnir nálg-
uðust þá úr þrem áttum til að reka
þá að áheldinu og þannig tókst að
beina þeim að afgirtum högum,
sem smáþrengjast að kvíunum. En
25 taríar reyndust svo þráir, að þeir
voru órekandi og gáfust mennirn-
ir upp við þá. Seinna var svo lit-
ið eftir þeim úr flugvélum. Þetta
var í haust er leið.
Síðan voru kálfarnir bólusettir
og brennimerktir og síðan var öll-
um hópnum sleppt, svo að þeir gætu
lifað frjálsir eins og forfeður þeirra
hafa gert frá örófi alda. Nokkrir
voru þó seldir til slátrunar eða til
undaneldis á öðrum stöðum. Þó að
þetta svæði sé stórt og eingöngu