Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 105

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 105
LUNDÚNIR BRENNA 103 dansandi sólargeislarnir voru dökk- rauðir á lit. Konungurinn og hertoginn af York fóru um borgina og heim- sóttu eldvarnarstöðvarnar til skipt- is. Nú voru þær orðnar vel mann- aðar miklu herliði. Varðmenn voru stöðugt á varðbergi og reyndu að koma í veg fyrir þjófnaði og rán og hindra það, að ofsahræðsla gripi um sig meðal fólksins eða árásir yrðu gerðar á útlendinga. Margir Lundúnabúar voru nefnilega full- vissir um, að eldurinn væri verk útlendra samsærismanna. Reiður mannfjöldinn eigraði um göturnar, vopnaður lurkum og sverðum í leit að mönnum, sem grunsamlegir gætu talizt. Einn hópur manna réðst á verzlun fransks málara og jafnaði hana við jörðu. Ráðizt var á hollenzkan bak- ara i Westminster, vegna þess að hann hafði gert tilraun til þess að kveikja undir ofnum sínum til þess að baka í þeim brauð. Hertoginn af York kom til allrar hamingju þeysandi að á gæðingi sínum. Hann bjargaði lífi bakarans með því að skipa svo fyrir um, að farið skyldi með hann til Westminsterhliðsins og honum stungið í svartholið. Mannfjöidinn réðst jafnvel á landa sína í móðursýkiskenndu æði sínu. Á óbyggða svæðinu í Moorfields var ekkja ein lúbarin fyrir að fela eitthvað í svuntu sinni. Fólk hélt, að það væri um að ræða eldkúlur úr baðmull, en það reyndust þá vera nýfæddir kjúklingar. Nóttin skall á, en það varð samt ekki dimmt. Þúsundir manna létu fyrir berast úti undir beru lofti í Moorfields og enn norðar, norður á Finsburyvöllum. Sumir reyndu að sofa, en aðrir störðu inn til borgar- innar, örmagna og sem stirðnaðir. og hugsuðu um heimilin, sem þeir mundu aldrei líta augum framar. Um níuleytið var eldurinn niðri við ána kominn að Baynardkastala, gráa virkinu með litlu turnunum, sem hafði drottnað yfir þessum hluta árinnar í rúmar 2 aldir. Brátt æddu logarnir eftir allri framhlið kastalans og skutust út um glugga hans og endurspegluðust á óhugn- anlegan hátt í vatni árinnar. John Evelyn, umboðsmaður kon- ungs fyrir sjúka og særða sjómenn og herfanga, stóð þarna niðri á Bankside hinum megin við ána og virti eldhafið fyrir sér. Loftið var mettað slíkum ofsahita, að hann náði varla andanum. Það var bjart á a.m.k. 40 mílna svæði, og Evelyn fannst himinninn yfir Lundúnaborg einna helzt líkj- ast logandi ofni. Hann sá logana æða frá einu húsinu yfir í annað og var gagntekinn hryllingi. Hann heyrði menn og konur æpa og stöð- ugar drunur, er hús og kirkjur hrundu til jarðar. Evelyn var vinur Pepys og með- limur Konunglega félagsins eins og hann. Og hann skrifaði einnig dag- bók að staðaldri eins og Pepys. Þegar Evelyn kom heim til sín um nóttina, yfirbugaður af því, sem hann hafði augum litið, gat hann varla hamið hugsanir sínar, er hann teygði sig eftir pennanum sínum. „Lundúnir voru, en eru ekki lengur,“ skrifaði hann. „Ó, þú auma og ógnþrungna sýn Guð gefi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.