Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 41

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 41
HEILAGUR PATREKUR 39 sárrar þjáningar. En þegar Patrek- ur sá loks, hvað hann hafði gert, spurði hann höfðingjann, hvers vegna hann hefði ekki kvartað. Vesalings maðurinn svaraði því þá til, að hann hefði haldið, að við skírnina ætti að særa hann þeim hinum sömu sárum og Jesú hafði verið særður fyrrum. Hann hélt, að slíkt vséri nauðsynlegt, ætti hann að vera tekinn í söfnuð krist- inna manna. Hvar sem Patrekur fór, stofnaði hann kirkjur og kenndi írskum mönnum prestleg fræði. Honum gekk bezt í norðurhluta landsins, þar sem tugþúsundir sneru sér frá dýrkun skurðgoða sinna og tóku upp kristna trú. Og enn þann dag í dag hafa forvígismenn mótmæl- endakirkjunnar og kaþólsku kirkj- unnar í írlandi aðsetur sitt í litla bænum Armagh, þar sem ríkir líf og fjör, en í bæ þesspm voru ein- mitt aðalbækistöðvar fyrir trúboðs- starf Patreks. íbaráttu sinni fyrir andlegum yf- irráðum í írlandi gat ekki hjá því farið, að Patrekur kæmist í and- stöðu við valdamesta mann lands- ins, hinn grimma og ógnvekjandi Laoghaire, er ríkti sem yfirkon- ungur á hinum frjósömu sléttum í miðbiki landsins. Virki hans, Tara, var reist uppi á hæð einni, en þar má enn sjá leifar af hinum dýr- legu salarkynnum þess enn þann dag í dag. Samkvæmt viðurteknum venjum ákvað Patrekur að hefja sókn á þann hátt, að það færi ekki á milli mála, hvað hann ætlaði sér. Einn páskadagsmorgun kleif hann upp á Slanehæð, sem er í 10 mílna fjar- lægð frá Tara, og kveikti þar mik- inn páskaeld. En þennan dag var einmitt haldin mikil hátíð heiðinna manna. Þá mátti ekki kveikja neinn eld, fyrr en konungurinn sjálfur hefði kveikt sinn eld. Druidi sá, sem var helzti ráðgjafi konungs, gaf þá eftirfarandi yfirlýsingu: „Ef eldur þessi verður ekki slökkt- ur, mun hann brenna að eilífu og eyða öllu írlandi.“ Nú hófust ákafar deilur milli hinna konunglegu Druida og Pat- reks, sem með krafti bæna sinna þeytti æðsta Druidanum hátt í loft upp. Þegar hann kom aftur til jarð- ar, molaðist höfuð hans. Yfirkon- ungurinn varð nú skelkaður mjög og bað um að fá að skírast. Hið auðuga írska ímyndunarafl? Vissu- lega! En samt álíta fræðimenn það líklegt, að Patrekur hafi náð sam- komulagi við helztu stjórnendur landsins og að hann hafi fengið leyfi þeirra til þess að boða lands- lýð kristna trú og snúa honum til þeirrar trúar. DÝRLINGURINN LIFIR ENN ÞANN DAG í DAG Enn þann dag í dag lifir hinn mikli kraftur Patreks góðu lífi. Það er aðallega tvennt, sem hefur orð- ið til þess að gera þann mikla kraft ódauðlegan. Þar er um að ræða tvær píslargöngur, sem farnar eru á hverju ári til minningar um hann, og eru þær með hörðustu píslargöngum, er þekkjast nú innan kristninnar. Önnur er þriggja daga pílagrímsför til Stöðvareyjar („Hreinsunarelds Sankti Patreks")
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.