Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
nýrra kartaflna minnkað mjög eða
úr 178 pundum á mann árið 1910
niður í 68 pund á mann árið 1966*
Innflytjendurnir sem streymdu til
Ameríku í byrjun þessarar aldar,
voru miklar kartöfluætur, og var
kartaflan ein helzta fæðutegund
þeirra. En er tekjur þeirra uxu,
fóru þeir að neyta meira af kjöti og
öðrum fæðutegundum, en minna af
kartöflum. Og svo varð „megrun“
eins konar þjóðaræði í Bandaríkj-
unum, og varð það mjög á kostnað
kartaflanna, sem voru álitnar „fit-
andi“.
Bændur, sem rækta kartöflur til
hefðbundinnar neyzlu, hafa reynt
að draga úr þessari sölutregðu með
betri tegundum af kartöflum, sem
eru allar svipaðar á stærð og snyrti-
lega pakkaðar. í stað subbulegra
100 punda strigapoka eru nú komn-
ir 50 punda pappakassar og einnig
5 og 10 punda pokar. Einnig fást nú
í verzlunum sérstakir pappabakkar
með 4—6 kartöflum af venjulegri
stærð og stórar kartöflur til ofn-
bökunar. Húsmæðrum hefur alltaf
verið illa við það, að kartöflum
hættir til að spíra, og því hafa þær
helzt viljað kaupa lítið magn í einu.
Talsvert hefur tekizt að draga úr
þeirri tilhneigingu kartaflanna með
notkun hættulausra efna, sem er
* Kartöfluuppskera Bandaríkjanna
nam 27.7 billjónum punda árið 1966
eða nær tvöföldu magni kartöfluupp-
uppskerunnar í öllum öðrum löndum
Vesturheims samanlögðum. Mesta
kartöfluuppskera heims er í Sovét-
ríkjunum, en þar nam uppskeran yf-
ir 156 billjónum punda árið 1966,
þótt uppskera á hverja ekru sé þar
miklu minni en í Bandaríkjunum.
úðað yfir kartöflurnar eða sprautað
á þær og hafa þau áhrif, að æxl-
unararfstofnarnir klofna og verða
óvirkir.
En þið skuluð alveg gleyma þeirri
gömlu trú, að kartöflur séu fitandi.
Hvítar kartöflur hafa í raun og
veru fremur lágt hitaeiningamagn
og hafa að geyma litla sem enga
fitu. Dr. J. B. Brown, forstjóri Nær-
ingar- og matvælatæknistofnunar-
innar við ríkisháskólann í Ohio-
fylki, bendi á þá staðreynd, að
„kartöflur eru miklu minna fitandi
en brauð, kornmatur og kjöt.“ í
99.2 grömmum 64% af magurri steik
eru t. d. 401 hitaeining, miðað við
93 í einni stórri ofnbakaðri kart-
öflu og 65 í stöppu úr einni kartöflu,
sem svolítilli mjólk hefur verið
bætt í.
Því er þannig farið með kart-
öflur sem banana, að þær eru mjög
seðjandi. Neyzlu þeirra fylgir fyli-
ingarkennd, og þetta dregur stór-
um úr tilhneigingu til þess að borða
of mikið. Sodiuminnihald kartöfl-
unnar er svo lítið, að ameríska
hjartaverndarfélagið mælir með
þeim fyrir þá, sem ekki mega neyta
mikils salts. Þær innihalda meiri
c-bætiefni, ascorbicsýru, sem styrk-
ir æðaveggi, en venjulegar græn-
metistegundir. (Forfeður okkar
komu í veg fyrir skyrbjúg með því
að borða stöðugt kartöflur, sem
þeir geymdu allan veturinn. Áhafn-
ir á seglskipunum gömlu neyttu
í sama tilgangi kartaflna, sem varð-
ar voru skemmdum með því að
geyma þær í sykurleðju eða ediki).
Verið er nú að gera tilraunir með
nýjar tegundir, sem hafa meira