Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
Samuel Pepys
um eldsvoðum, sem hann hafði orð-
ið vitni að. Þar að auki var hann
áreiðanlega meira en mílufjórð-
ung í burtu.
Hann hallaði sér því út af aftur.
Hann var starfsmaður Flotamála-
ráðuneytisins og var ábyrgur fyrir
útvegun hvers kyns nauðsynja
handa flotanum. Hann hafði því um
þýðingarmeiri hluti að hugsa þenn-
an morgun, sunnudaginn 2. septem-
ber árið 1666, en einn eldsvoða.
England hafði nú átt í styrjöld við
Holland í 18 mánuði, og á þessari
stundu beið brezki flotinn einmitt
eftir því, að vindinn lægði, áður en
hafnar skyldu nýjar sjóorrustu við
hollenzka flotann.
Pepys reis úr rekkju klukkan 7.
Þegar hann var búinn að klæða sig,
minntist hann snögglega eldsvoð-
ans og leit því út um gluggann á
nýjan leik. Það virtist ekkert sér-
stakt á seyði. Eldurinn virtist vera
svipaður og áður eða jafnvel hafa
fjarlægzt Seething Lane. En nú kom
Jane á vettvang með ógnvekjandi
fréttir: „Yfir 300 hús hafa nú orðið
eldinum að bráð,“ sagði hún.
Þrjú hundruð hús! Pepys greip
hðuðu hárkolluna sína og bjór-
skinnshúfuna. Hann kvaddi konu
sína í skyndi, stikaði út úr húsinu
og flýtti sér í áttina til Lundúna-
turns (Tower of London). Það var
hvass vindur. Þegar þangað kom,
gekk hann upp steinþrepin til þess
að líta yfir miðborgina, sem var
innan borgarmúranna.
Pepys hafði oft virt fyrir sér
Lundúni frá þessum útsýnisstað, og
alltaf hreifst hann af þeirri sjón.
Þarna gat að líta Lundúnabrú, sem
spannaði ána, hvílandi á 19 stein-
stöplum. Beggja vegna hinnar mjóu
gang- og akbrautarbrúar voru
margra hæða há íbúðarhús og verzl-
anir. Neðan við brúna lágu risastór
kaupskip í röðum við hafnarbakk-
ana, en uppi á hafnarbökkunum lá
varningurinn úr þeim í stórum
haugum. Og beggja vegna árinnar
teygði borgin sig svo í allar áttir,
borgin, þar sem tæp hálf milljón
manna bjó og starfaði.
Pepys hreifst ætíð af því að líta
yfir hinn endalausa þakskóg borg-
arinnar, þar sem öllu ægði saman,
þökum af öllum tegundum, reyk-
háfum og glæstum turnum rúmlega
hundrað kirkna. Og hátt uppi á
Ludgatehæð gat að líta hina öldnu,
en tilkomumiklu St. Pálsdómkirkju,