Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 99
LUNDÚNIR BRENNA
97
ríkisráðherrar hans og bróðir hans,
hertoginn af York.
Konungurinn sagði nokkrum
sinnum lágum rómi: „Guð blessi
ykkur,“ og flýtti sér svo niður eftir
ganginum í átt til hinnar konung-
legu kapellu. Þar fór hann inn í
einkaherbergi, en þar ætlaði hann
að bíða, þangað til sunnudagsmess-
an hæfist.
Herbergisþjónn hans kom inn og
hvíslaði einhverju að Arlington lá-
varði, yfirríkisritara konungs. Arl-
ington sneri sér síðan að konungi
og sagði: „Pepys frá Flotamálaráðu-
neytinu er hérna úti fyrir, yðar há-
tign, og æskir þess að mega færa
yður fréttir af eldsvoðanum.“
Konungi hafði þegar verið skýrt
frá eldsvoðanum, en hvorki hann
né hirðina grunaði, að eldurinn væri
orðinn óviðráðanlegur. Pepys var
tafarlaust vísað inn til konimgs.
Hann hneigði sig fyrir konungi sín-
um og hóf tafarlaust frásögn sína.
Hann lýsti því fyrir konungi, hvern-
ig hvassviðrið blési logunum áfram
vestur með árbakkanum og inn í
borgina og hversu langt eldurinn
hafði náð að breiðast út þann
klukkutíma, sem hann hafði fylgzt
með hamförum hans.
Svo sagði hann við konung: „Yðar
hátign, ég held, að ekkert muni
bjarga borginni, nema þér skipið
svo fyrir, að hús skuli rifin
niður eftir þörfum til þess að hefta
útbreiðslu eldsins.“
Konungurinn hlustaði á frásögn
Pepys með vaxandi áhyggjum, því
að hann vissi ofur vel, hversu al-
varleg hætta meir háttar eldsvoði
gæti verið fyrir borgina. Lundúnir
voru troðfullir af þúsundum timb-
urhúsa. í miðborginni og umhverf-
is hana bjó tíundi hluti allrar þjóð-
arinnar, og þetta svæði hafði einnig
að geyma mikinn hluta af auciæfum
landsins. Karl konungur sneri sér
að ráðherrum sínum og tók að gefa
fyrirskipanir hverja af annarri.
Sendiboðar áttu að flytja konungi
stöðugar fregnir af útbreiðslu elds-
ins, og flokkur manna og hesta áttu
strax að byrja að fella hús með
hjálp kaðla, keðju og eldkróka.
Konungurinn gaf að svo búnu
Pepys merki um að nálgast sig.
„Ríðið inn í miðborgina eins hratt
og þér getið,“ sagði hann. „Finnið
borgarstjórann og segið honum, að
hann eigi ekki að þyrma neinu
húsi, heldur skuli hann láta rífa
eins mikið af húsum og þörf krefur
og hvar sem er.“ Er Pepys skundaði
burt, hrópaði hertoginn af York á
eftir honum: „Segið borgarstj óran-
um, að þarfnist hann hermanna,
skuli hann fá þá.“
Pepys hafði hraðann á. Hann náði
sér í leiguvagn og kallaði til ekils-
ins: „Flýttu þér til St. Pálsdóm-
kirkjunnar. Ég þarf að reka erindi
fyrir konunginn!“ Vagninn skrölti
út um Holbeinhliðið í Whitehall og
eftir Strand í áttina til Cityhverfis-
ins. Nú voru logarnir farnir að
teygja sig upp eftir þvergötunum,
sem lágu í bugðum upp frá Thames-
stræti. Suffolkhúsið í Suffolkstræti
stóð nú í björtu báli og sama var að
segja um húsin í Andalapparstræti.
Hinn frægi skóli Merchant Taylors
stóð einnig í björtun báli.
En nú höfðu Lundúnabúar yfir-
leitt gert sér grein fyrir hinni geig-