Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 73
KÓRVILLA Á FLUGI
og fremur en að snúa við og gera
við hann ■— en það hefði seinkað
ferð hans um viku — kaus hann
að leggja af stað upp á von og óvon
með lekan geyminn. Það var óhugs-
andi að hann hefði tekið þessa
ákvörðun ef hann hefði ætlað að
fljúga í austurátt.
Bæði kunningjar Corrigans og
embættismenn, sem hann hafði átt
tal við um veðrið, minntust þess nú
hve annt honum var um að vita
hvernig veðurspái-n fyrir megin-
landið væri, en um veðurspá fyrir
Atlantshaf hafði hann ekki spurt.
Ef það hefði verið ætlun hans að
fljúga yfir hafið, en samt gert sér
leik að því að villa mönnum sýn,
hefði ekki verið hægt að segja ann-
að en að hann hefði viljandi verið
að rata í ófæru, sem ekki gat haft
nema einn endi.
Þegar Corrigan var í Los Angeles
fékk hann orð fyrir að vera varkár
og hygginn. Hann hafði látið uppi
við kunningja sína hina duldu ætl-
un sína um að fljúga til New York.
Þeim fannst ólíklegt að hann dyldi
þá slíks glæfrafyrirtækis, ef hann
hefði ætlað sér að framkvæma það.
Corrigan var svo opinskár að hann
hefði varla getað stillt sig um að
segja frá þessu, það vissu þeir.
Yfirvöld í New York litu öðruvísi
á. Stuttu eftir að Corrigan lagði af
stað, voru öll skip stödd á Atlants-
hafi beðin að líta eftir flugvél Corri-
gans.
Sjálfur var hann þá staddur í
tveggja flugstunda fjarlægð frá
New York. f gegn um glufu í skýja-
þykkninu sá hann borg sem hann
hélt að væri Baltimore. En það var
Boston.
Svo flaug hann inn í skýjaþykkni,
sem umlukti bæði að ofan og neð-
an. Þá sá hann ekkert, hvorki upp
fyrir sig né niður, og hafði ekkert
til að fara eftir nema kompásinn.
Hann flaug hærra og hærra.
Það var ekki fyrr en hann hafði
verið tíu tíma á lofti sem hann sá
niður fyrir sig næst og þá ekki
nema snöggvast. Ekki varð honum
neitt felmt við það. Hann var stadd-
ur yfir Nýfundnalandi og hvergi sá
í haf.
En það var annað sem honum
þótti einkennilegt. Honum var orð-
ið kalt á fótum. Þegar hann leit
niður fyrir sig sá hann að eldsneyt-
ið úr leka dunkinum var komið inn
á gólfið í stýrishúsinu og farið að
væta skóna hans.
Skýin þéttust aftur og sífellt
flaug hann hærra, og þegar liðnar
voru 14 klukkustundir, bjóst hann
við að hann væri kominn á móts
við Little Rock, í . Arkansas, og
hálfnuð leiðin. Það dimmdi. Corri-
gan beindi nú allri athygli sinni að
þeim ófullkomnu mælitækjum, sem
hann hafði. Snúnings- og flughraða-
mælir voru einu tækin sem hann
hafði.
Við og við rofaði til fyrir neðan
hann, og þá gægðist hann niður til
að vita hvort hann sæi ekki nein
Ijós, en þó að hann sæi engin fannst
honum það engri furðu gegna.
Það sem honum þótti verst, var
það að olíudunkurinn skyldi leka.
Nú var olían komin út um allt gólf-
ið, flaut um það, skvampaðist til og
frá. Hann vissi ekki hve mikið