Úrval - 01.05.1968, Page 92

Úrval - 01.05.1968, Page 92
90 ÚRVAL rís þar fyrir jólin hið risavaxna jólatré, sem er svo skreytt á hinn dýrðlegasta hátt. Kannske er það þetta, sem kórónar sköpunarverk- ið. Allt þetta verður til þess að skapa tengsl milli þessa staðar og íbúa borgarinnar. Það eru þessi mannlegu tengsl, sem skapa Rocke- feller Center sína sérstöðu og hjálpa til að skapa það andrúms- loft venjulegs bæjartorgs, sem þar ríkir. ALLS KONAR ÞJÓNUSTA VIÐ ALMENNING Það er önnur ástæða fyrir hinni miklu velgengni Rockefeller Cent- er, og hún er sú, að þar fæst næst- um því hvað sem er. Þar eru alls konar verzlanir, 25 veitingahús og fjölmargir matbarir, tannlæknar, bankar, tveir skólar, pósthús, skrif- stofur 16 flugfélaga, 20 erlend sendiráð, vegabréfaskrifstofa, veð- urstofa, 59 ferða- og upplýsinga- skrifstofur og skrifstofur 12 járn- brautafélaga. Við rekstur alls þessa bákns vinnur 1000 manns eða enn fleiri eingöngu við ræstingu og hvers kyns viðhald, þar að auki einkenn- isklæddir og óeinkennisklæddir verðir, sem verða að vera reiðu- búnir til þess að taka til höndun- um við næstum hvað sem er, allt frá því að finna týnda skartgripi til þess að gerast bjargvættir elsk- enda, sem eru í nauðum staddir. Það má segja, að vel sé séð fyrir aliri þjónustu við almenning. Vörður kom eitt sinn auga á stúlku, sem stóð grátandi í risa- vöxnu anddyri RCA-byggingarinn- ar í rökkurbyrjun. Hann gaf sig á tal við hana, og hún sagði, að hún hefði mælt sér mót við sjóliða við innganginn, en sér hefði ekki tek- izt að finna hann. Vörðurinn gaf að svo búnu fjarskiptastöð svæðis- ins lýsingu á sjóliðanum með hjálp labbrabbtækis síns, en þaðan var lýsingin send til allra varðanna í öllum anddyrum bygginganna í Rockefeller Center. Einn þeirra kom auga á sjóliðann, þar sem hann beið við anddyri á rangri bygg- ingu. Hann fylgdi honum yfir í anddyri RCA-byggingarinnar og kom þannig elskendunum til hjálp- ar í erfiðleikum þeirra. í „Real Estate Forum“ (tímariti um fasteignir og fasteignaviðskipti) kom sú skoðun fram í grein um fyrirtæki þetta, að það ætti langa og stöðuga velgengni sína því að þakka, að „það kappkostaði stöð- ugt að halda Rockefeller Center sem unglegustu". Sérhver bygging er t.d. grannskoðuð ýtarlega af mönnum á svifpöllum annað hvert ár og þá jafnóðum gert við hvað eina, sem er ekki í fyllsta lagi. Þannig tekst að koma í veg fyrir, að byggingarnar gangi mjög úr sér. Tæknilegar endurbætur hafa verið gerðar jafnóðum og tækninýjungar hafa komið fram, og hefur þá oft verið um mikinn kostnað að ræða. Allsherjar loftræsting fyrir allar byggingar Rockefeller Center kost- aði t.d. 25 milljónir dollara. Sam- tímis því var sett óbein flourecent- lýsing í byggingarnar, og síðar voru lyfturnar gerðar sjálfvirkar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.