Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 111

Úrval - 01.05.1968, Blaðsíða 111
LUNDÚNIR BRENNA 109 sitt, hvenær og hvernig sem honum sjálfum hentaði, mundi nýja City- hverfið verða alveg sama flausturs- lega hrófatildrið og það gamla og þannig mundi tækifærið til þess að skapa nýtízku höfuðborg glatast að eilífu. Konungurinn hafði þegar grann- skoðað nokkra skipulagsuppdrætti að nýrri Lundúnaborg. Einn þeirra var gerður af John Evelyn og ann- ar af ungum, óreyndum arkitekt, Christopher Wren að nafni, sem hafði nýlega verið skipaður í nefnd, sem gera skyldi áætlanir um bygg- ingu nýrrar St. Pálsdómkirkju. Fyrir báðum þessum mönnum vakti það, að byggt skyldi glæsilegt City- hverfi, en hugmyndir þeirra voru of stórfenglegar til þess að reynast að sama skapi hagkvæmar. Það var Karl konungur sjálfur, sem kom fram með hugmyndir um, hvernig endurreisn borgarinnar skyldi hagað í stórum dráttum. Hann gaf út konunglega tilskipun þ. 13. september um endurreisn borgarinnar, og var hún grund- völluð á þessum hugmyndum hans. Og 5 dögum síðar kallaði hann svo saman þingið til þess að fara fram á, að það samþykkti lög þar að lút- andi. „Guði sé lof fyrir, að okkur skuli hafa auðnazt að mega koma saman á þessum stað,“ sagði hann. „Stutt- ur tími er liðinn, síðan við örvænt- um næstum alveg um, að við mund- um hafa þennan stað lengur til þess að koma saman á.“ Nefnd var svo skipuð til þess að semja ýtarlega löggjöf um endurreisn Lundúna- borgar, og Neðri deild samþykkti síðan ályktun þess efnis, að kon- ungi skyldu færðar þakkir fyrir hans miklu viðleitni til þess að sigrast á eldinum. Nefndin kom oft saman um haustið og fram á veturinn, og þar var mikið þráttað. Komið var á laggirnar landmælinganefnd, en það tók margar vikur að koma því starfi á laggirnar, því að fyrst varð að hreinsa til í rústunum, og sums staðar voru rústahaugarnir 4 fet á dýpt. Nú var tíminn orðinn mjög dýr- mætur þáttur í ráðagerðum þess- um. Karl gerði sér grein fyrir því, að heimilislausa fólkið mundi flytja burt frá Lundúnum, ef því yrði ekki fljótlega séð fyrir húsnæði eða möguleikum til þess að koma sér upp þaki yfir höfuðið að nýju. Lundúnir voru stærsta borg Eng- lands og helzta hafnarborgin. Borg- arbúar borguðu langstærsta hlut- ann af skattafúlgu þeirri, sem rann til Fjármálaráðuneytisins. Allur efnahagur landsins mundi bíða mikinn hnekki, ef borgarbúum fækkaði og það drægi úr viðskipt- um í borginni. Það var augljóst, er komið var fram í nóvember, að það yrði að leggja allar áætlanir um stórfenglega fyrirmyndarborg á hilluna. Það varð að endurreisa Lundúni í samræmi við gamla gatnakerfið. Strax og ákvörðun hafði verið tekin um þetta atriði, gerði kon- ungur og borgarembættismennirn- ir sér grein fyrir því, að samt mundi reynast unnt að reisa miklu betri borg en áður hafði verið. En það var þörf fyrir mjög ýtarlegar áætl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.