Úrval - 01.05.1968, Qupperneq 9

Úrval - 01.05.1968, Qupperneq 9
BJÖRGUN í SKÝJUM 7 sjá þig! Yfirgefðu mig nú ekki!“ Rödd hans bar vott um æsingu og ótta. „Það er engin hætta á því,“ svar- aði Bud róandi. „Við fylgjum þér alla leið.“ „Almáttugur, hvað það er ein- manalegt hérna uppi!‘ „Ekki lengur. Það er heill hópur manna að reyna að hjálpa þér til að lenda. Við komum þér til jarð- ar.“ Starfsmennirnir í flugturninum á Memphisflugvelli gripu nú fram í: „Við erum að athuga lendingar- skilyrði í Greenville. Það lítur sæmilega út þar sem stendur, en skýjaþykknið er að nálgast þá. Hvað ætlastu fyrir?“ Bud hugsaði sig um í skyndi. Það var sléttlendi í kringum bæinn Greenville. Ef flugmaðurinn á „48 Charlie" neyddist til þess að nauðlenda, hefði hann þannig frek- ar góða möguleika á að sleppa lif- andi, ef hann hann nauðlenti hjá Greenville. „48 Charlie", kallaði Bud, „við lendum í Greenville, 130 mílum fyrir suðvestan okkur. Við gefum þér stöðugt upp stefn- una. Þú stýrir bara eftir fyrir- mælum okkar. Við verðum rétt á eftir þér alla leiðina." Bud kaus heldur að fljúga á eft- ir honum en á undan, því að hann var hræddur um, að hann mundi að öðrum kosti missa sjónar á „48 Charlie" eða hún drægist um of aftur úr. „48 Charlie“ flaug með 115 mílna hraða, en Mallardinn með 200 mílna hraða. Bud lét lend- ingarhjólin síga og opnaði hreyfil- hlífarblöðkurnar til þess að auka mótstöðuna og draga þannig úr hraðanum. Það mátti segja, að Mallardflugvélin héngi rétt með naumindum uppi. Svo hægt fór hún miðað við venjulegan ganghraða. „48 Charlie, hvað sýnir eldsneyt- ismælirinn?" spurði Bud. „Ég ... ja .... ég . . . . “ Flug- maðurinn á „48 Charlie" vissi vart, hverju svara skyldi. Vinstri geym- irinn sýndi núll. Þegar svo er inniheldur geymirinn nægilegt eldsneyti til hálftíma flugs. En hversu lengi hafði mælirinn sýnt núll? Hann mundi það ekki. Hægri geymirinn sýndi, að á honum var enn tæpur fjórðungur þess magns, sem hann tók. „Hvar byrjaðirðu flugið?“ spurði Bud. Þegar flugmaðurinn hafði svarað, breiddu þeir Bud og Bob úr flug- korti í flýti. Þeir vissu, hversu mikið eldsneyti Cessna tók. Þeir reiknuðu út fjarlægðina, sem hann hafði flogið, og flugtímann. „Held- urðu, að hann eigi ekki eftir elds- neyti til klukkustundar flugs?“ spurði Bud félaga sinn. „Jú. Okkur ætti að takast að koma honum til Greenville á 50 mínútum.“ Þeir flugu áfram efst í skýja- þykkninu, sem var nú í 7000 feta hæð. Þá heyrðist skyndilega ný rödd í fjarskiptatækjunum. Það var flugmaður hjá flugfélaginu South- ern Airways, en hann hafði hlustað á samtalið. „Ég var að hefja mig til flugs í Greenville,“ sagði hann. „Veðrið versnar þar mjög ört. Ég ræð ekki til ... endurtek
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.