Úrval - 01.05.1968, Síða 102

Úrval - 01.05.1968, Síða 102
100 við augum hans. Árbakkinn var eitt eldhaf á löngu svæði, allt vest- ur til Steelyard. Það vildi svo til, að Pepys var þarna nálægt í bát, sem hann hafði tekið á leigu stuttu eftir hádegi. Konungurinn kom auga á hann og bauð honum upp í Konungspramm- ann, sem lagzt hafði við Queen- hithehafnarbakkann. Þeir Pepys og konungur höfðu vonað, að unnt mundi reynast að stöðva útbreiðslu eldsins ofan brúarinnar við hafnar- krána „Þrjá trönur í Vintry“ og við Botolphshafnarbakkann fyrir neðan brúna. Enn á ný hvatti Pepys til þess, að fleiri hús skyldu rifin, en brátt varð það augsýnilegt, að útbreiðsla eldsins var svo hröð, að slíkt yrði tilgangslaust. Það leit út fyrir, að kraftaverk eitt gæti nú stöðvað eldsvoða þennan. Hið hryllilega, en þó jafnframt stórkostlega útsýni til eldhafsins frá ánni dró Pepys aftur til sín síðar um daginn, og því tók hann bát á leigu enn einu sinni. í þetta skipti var kona hans og nokkrir vinir með honum. En nú var jafnvel ekki ör- yggi að finna á ánni, því að reykj- armökkurinn og eldglæringarnar neyddu þau til þess að halda aftur að landi. Þau Pepys og Elísabet létu um sinn fyrir berast í öldurhúsi við Bankside, á meðan „hinn hræðilegi, illgjarni andstyggðareldur" gleypti í sig árbakkann. Eldhafið var boga- myndað að lögun og var nú orðið hálf míla á lengd. Annar bogi beygði sig mílufjórðung í norður- átt inn í hjarta Cityhverfisins. Pepys grét, er hann virti þessa ógnarsjón ÚRVAL fyrir sér og heyrði snarkið í hrynj- andi bjálkum húsanna. Þegar þau hjónin komu heim til sín um kvöldið, sáu þau, að sumir nágrannar þeirra voru að búa sig undir að yfirgefa heimili sín, þar eð þeir voru nú sannfærðir um, að eldurinn næði innan skamms til Seething Lane. Nú fylltist Pepys ótta. Hann vakti vinnukonurnar. Þau tóku nú til óspilltra málanna í tunglskininu. Þau köstuðu dýn- um, rúmstæðum, gólfteppum og málverkum niður í garðinn, svo að allt væri tilbúið til brottflutnings í skyndi,ef eldurinn skyldi berast til Seething Lane. Pepys setti peninga sína í járnkistur niðri í kjallara og fór með þýðingarmestu plöggin sín til Flotamálaráðuneytisins. Þegar allir aðrir í húsinu voru loks gengn- ir til náða, kveikti Pepys á kerti, settist niður og tók að skrá atburði þessa sögulega dags í dag- bókina sína. ÞORPARAR OG HETJUR. Mánudagsmorgunninn rann upp, bjartur og tær, en það var enn sterkur vestanvindur. Konungurinn fór snemma á fætur í höll sinni í Whitehall. Hann hafði ekki sofið vel. Það hafði mátt greina djöful- lega eldglóð á himninum alla nótt- ina, og stundum yfirgnæfðu hróp borgarbúa gnauð vindsins, er þeir voru önnum kafnir við að reyna að hefta útbreiðslu eldsins. Fyrsti sendiboðinn, sem kom til konungs þá um morguninn, skýrði frá því, að Steelyardbáknið á ár- bakkanum, en það náði yfir heilar þrjár ekrur samtals, væri nú ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.