Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 6
4
gróðri, dýralífi, hafinu, sem að því
kann að liggja, loftslagi og sjálf-
sagt fleiru. Þetta allt skapar landi
ásjónu, sem við köllum náttúru.
Ef fara á eitthvað nánar út í
þessa sálma, er ef til vill ekki ófróð-
legt að vita, að talið er, að hér á
landi vaxi um sex hundruð jurtir.
Hérlendis munu vera á annað
hundrað fuglategundir og 60—70
tegundir steina og bergs hafa fund-
izt á landinu. Eitt af sérkennum ís-
lenzkrar náttúru er það og, að á
íslandi munu fyrirfinnast um 100
eldstöðvar og þar af 30 taldar virk-
ar enn. Þá er það ekki síður ein-
kennandi fyrir náttúru landsins, að
jarðhita hefur orðið vart á 700 stöð-
um og að jökull hylur 11% af yfir-
borði þess. Allt eru þetta snarir
þættir í náttúru landsins og er þó
margt ótalið, sem mótar íslenzkt
náttúrusvipmót, svo sem fljót og
fallvötn, hraun og auðnarsandar.
ísland er ekki frjósamt land og
telja sumir það á mörkum hins
byggilega heims. En ísland býr yf-
ir fjölbreytilegri náttúru, og mik-
ill hluti hennar er enn ósnortinn
sökum fámennis þjóðarinnar, strjál-
býlis og erfiðra samganga. — En
nú stöndum við á tímamótum. Sam-
göngur til landsins hafa batnað og
fara vaxandi, og greiðfærara verður
með ári hverju um landið sjálft eftir
því sem vegakerfið hefur orðið fjöl-
greinóttara og farartækin traustari.
Svo hefur flugið komið til sögunn-
ar og stytt ferðir til staða, sem áð-
ur voru úr almanna leið. — Ein-
angrun lands og öræfa er senn lok-
ið. — Þess vegna er verndun sér-
kenna landsins, — náttúruverndin,
ÚRVAIj
— nú meira aðkallandi en nokkru
sinni áður.
NÁTTÚRUVERND
Ég hef nefnt orðið náttúruvernd,
og er rétt að víkja nánar að hvað
í því felst og tæpa lítillega á til-
komu þeirrar hugmyndar og hreyf-
ingar, sem að baki býr.
Með orðinu náttúruvernd í víð-
tækustu merkingu, held ég að átt
sé við alla þá viðleitni, sem stuðlar
að því, að náttúran fái sem mest
að halda sínu upprunalega frum-
stæða svipmót ósnortnu, ekki sízt
þau landssvæði og náttúrufyrirbæri,
sem sérstæð eru talin, — en auð-
vitað með fullu tilliti til vaxandi
mannabyggðar og athafnalífs.
Þessi viðhorf eru ævaforn. Segja
fróðir menn, að meðal annarra hafi
jafnvel heilagur Franz frá Assisí á
sínum tíma ymprað á þeim. En
samt er það ekki fyrr en á 19. öld,
að málið fær byr undir vængi og
kveðja málstaðnum hljóðs. Þeir sem
fyrstir ríða á vaðið, eru Þjóðverjar
og síðan Bandaríkjamenn.
BRAUTRYÐJENDUR
Sá maðurinn, sem eiginlega er
talinn vera höfundur nútíma nátt-
úruverndar, var Þjóðverji. Hugó
Wilhelm Conventz, fæddur 1855 og
náttúrufræðingur að menntun. Ár-
ið 1906 kom hann á fót þýzkri nátt-
úruverndarstofnun. Ferðaðist hann
meðal annars sama ár til Danmerk-
ur og stuðlaði að stofnun danskrar
náttúruvarnarnefndar, sem síðan
leiddi til danskrar náttúruverndar-
löggjafar árið 1917. Hann var grasa-
fræðingur og svo atvikaðist, að