Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 6

Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 6
4 gróðri, dýralífi, hafinu, sem að því kann að liggja, loftslagi og sjálf- sagt fleiru. Þetta allt skapar landi ásjónu, sem við köllum náttúru. Ef fara á eitthvað nánar út í þessa sálma, er ef til vill ekki ófróð- legt að vita, að talið er, að hér á landi vaxi um sex hundruð jurtir. Hérlendis munu vera á annað hundrað fuglategundir og 60—70 tegundir steina og bergs hafa fund- izt á landinu. Eitt af sérkennum ís- lenzkrar náttúru er það og, að á íslandi munu fyrirfinnast um 100 eldstöðvar og þar af 30 taldar virk- ar enn. Þá er það ekki síður ein- kennandi fyrir náttúru landsins, að jarðhita hefur orðið vart á 700 stöð- um og að jökull hylur 11% af yfir- borði þess. Allt eru þetta snarir þættir í náttúru landsins og er þó margt ótalið, sem mótar íslenzkt náttúrusvipmót, svo sem fljót og fallvötn, hraun og auðnarsandar. ísland er ekki frjósamt land og telja sumir það á mörkum hins byggilega heims. En ísland býr yf- ir fjölbreytilegri náttúru, og mik- ill hluti hennar er enn ósnortinn sökum fámennis þjóðarinnar, strjál- býlis og erfiðra samganga. — En nú stöndum við á tímamótum. Sam- göngur til landsins hafa batnað og fara vaxandi, og greiðfærara verður með ári hverju um landið sjálft eftir því sem vegakerfið hefur orðið fjöl- greinóttara og farartækin traustari. Svo hefur flugið komið til sögunn- ar og stytt ferðir til staða, sem áð- ur voru úr almanna leið. — Ein- angrun lands og öræfa er senn lok- ið. — Þess vegna er verndun sér- kenna landsins, — náttúruverndin, ÚRVAIj — nú meira aðkallandi en nokkru sinni áður. NÁTTÚRUVERND Ég hef nefnt orðið náttúruvernd, og er rétt að víkja nánar að hvað í því felst og tæpa lítillega á til- komu þeirrar hugmyndar og hreyf- ingar, sem að baki býr. Með orðinu náttúruvernd í víð- tækustu merkingu, held ég að átt sé við alla þá viðleitni, sem stuðlar að því, að náttúran fái sem mest að halda sínu upprunalega frum- stæða svipmót ósnortnu, ekki sízt þau landssvæði og náttúrufyrirbæri, sem sérstæð eru talin, — en auð- vitað með fullu tilliti til vaxandi mannabyggðar og athafnalífs. Þessi viðhorf eru ævaforn. Segja fróðir menn, að meðal annarra hafi jafnvel heilagur Franz frá Assisí á sínum tíma ymprað á þeim. En samt er það ekki fyrr en á 19. öld, að málið fær byr undir vængi og kveðja málstaðnum hljóðs. Þeir sem fyrstir ríða á vaðið, eru Þjóðverjar og síðan Bandaríkjamenn. BRAUTRYÐJENDUR Sá maðurinn, sem eiginlega er talinn vera höfundur nútíma nátt- úruverndar, var Þjóðverji. Hugó Wilhelm Conventz, fæddur 1855 og náttúrufræðingur að menntun. Ár- ið 1906 kom hann á fót þýzkri nátt- úruverndarstofnun. Ferðaðist hann meðal annars sama ár til Danmerk- ur og stuðlaði að stofnun danskrar náttúruvarnarnefndar, sem síðan leiddi til danskrar náttúruverndar- löggjafar árið 1917. Hann var grasa- fræðingur og svo atvikaðist, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.