Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
eðlanna var öll, þegar miðöld lauk,
hverjar svo sem orsakirnar hafa
verið. í þeirra stað byrjuðu að dafna
tvær nýjar greinar á meiði hrygg-
dýranna: fuglar og spendýr, og gefa
þær dýrheimi mun mildara yfir-
bragð en hann hafði haft um lang-
an aldur.
Charles Williams átti í miklum erfiðleikum með að fá kvenfólk til
starfa í þvottahúsi sínu. Svo setti hann svohljóðandi auglýsingu í dag-
blað eitt í Bournemouth: „Sterkar, feitar konur, sem vilja léttast,
vantar í erfiða en velborgaða vinnu.“ Hann fékk svo mörg svör við
auglýsingu sinni, að vandamál hans leystist, eða svo að hans eigin orð
séu notuð: „Ég mun ekki þurfa að auglýsa eftir starfsfólki næstu árin.“
NANA-WNS.
Skömmu eftir 20 ára giftingarafmælið okkar hjónanna ákvað ég að
hrinda i framkvæmd allsherjar sjálfsyngingaráætlun einni mikilli. Þar
á meðal keypti ég mér ýmislegt til augnsnyrtingar. Ég hafði aldrei
notað augnskugga áður, og ég þurfti að æfa mig heilmikið á græna
litnum, áður en mér tókst að bera hann á, þannig að ég væri ánægð
með árangurinn.
Tvö kvöld í röð var ég með augnskugga, þegar maðurinn minn kom
heim úr vinnunni. Rg tók að vísu eftir því, að hann horfði nokkrum
sinnum hugsandi á mig þá urn kvöldið, en hann sagði samt ekki neitt.
Þriðja kvöldið vandaði ég mig enn betur og bar nú á mig enn meiri
augnskugga. Og Það reið baggamuninn. Þegar hann kom heim, leit
hann á mig áhyggjufullur á svip og sagði: „Heyrðu annars, nú ertu
líka búin að fá dökka bauga yfir augunum."
Frances L. Johnson.
Góö veiöi.
Vinur minn fer oft á veiðar með starfsbróður sínum, sem á stóran
bát. Þeir voru eitt sinn á leið til hafnar síðdegis og töluðu um það, hve
þá langaði nú i humar í kvöldmatinn, og kvörtuðu yfir því, að fiski-
markaðinum yrði lokað, áður en þeir næðu í höfn.
Rétt fyrir utan hafnarmynnið sigldu þeir inn á milli fjölda af humar-
gildrubaujum. Skyndilega drap skipstjórinn á vélinni, hallaði sér út-
byrðis, greip eina baujuna og dró upp gildruna, sem hékk i baujunni.
Og inni í henni voru tveir stórir humrar. Hann tók þá úr henni, en
vinur minn hafði þá orð á því, að þetta væri nú ekki rétt að gera,
þar sem þeir vissu alls ekki, hver ætti gildrurnar, og þeir gætu ekki
skilið eftir nokkra dollara niðri á hafsbotni. Eftir að hafa hugsað sig
um í nokkur augnablik, fór skipstjórinn niður í káetu og kom aftur
upp með flösku af 12 ára gömlu whisky í hendinni. Hann setti flöskuna
i plastpoka, tróð pokanum inn í humargildruna og sökkti gildrunni svo
í saltan sjá.
Robert Bennink.