Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 71
69
raun um, að þeir geta ekki náð
okkur og að engu er hægt að ræna.
Við skulum aðeins hlífa einu •—-
matarbirgðum okkar; það sýnir, að
við dóum ekki af neyð, heldur af
því, að við völdum dauðann fremur
en láta hneppa okkur í þrældóm.“
Félagar Eleazars létu hrífast af
ákafa hans, og þessi umsetni hópur,
sem í voru 960 ofsatrúarmenn,
framdi fjöldasjálfsmorð. Sérhver
karlmaður kvaddi fjölskyldu sína
innilega og drap hana síðan. Síðan
settu þeir veraldlegar eigur sínar í
haug fyrir utan hús sín og brenndu
þær. Þá söfnuðust þeir saman og í
bjarmanum af eldinum undirbjuggu
þeir lokaþátt hinnar hörðu eldraun-
ar.
„Þeir völdu tíu menn með hlut-
kesti,“ segir Josephus. „Hinir lögð-
ust niður hjá konum sínum og börn-
um, vöfðu handleggjunum utan um
þau og biðu eftir höggi þeirra, sem
unnu hið dapurlega verk. Þegar
hinir tíu höfðu drepið þá alla, vörp-
uðu þeir enn hlutkesti og völdu
einn til að drepa hina níu. Síðan,
þegar sá, sem eftir var hafði full-
vissað sig um, að allir væru dánir,
kveikti hann í höllinni og lét síðan
fallast á sverð sitt.“
Morguninn eftir hóf tíunda her-
deildin árásina, sem þeir voru svo
öruggir með að vinna, undir mikl-
um lúðraþyt. En í stað ákafrar mót-
spyrnu, sem þeir höfðu átt von á,
fundu Rómverarnir aðeins rjúkandi
rústir og þögn.
„Þeir komu inn í höllina og sáu
öll líkin. Þeir gátu ekki annað en
furðað sig á hugrekki því, sem
þurfti til að taka slíka ákvörðun
og á hinni augljósu fyrirlitningu á
dauðanum, sem svo margir þeirra
höfðu sýnt.“
Hvernig gat Josephus lýst síð-
ustu stundum Masada svo vel? Það
voru sjónarvottar að þeim: tvær
konur og fimm börn höfðu falið sig
í helli meðan drápið fór fram. Jos-
ephus hefur líklega heyrt söguna
hjá Rómverjunum, — en vera kann
að hann hafi sjálfur talað við kon-
urnar og börnin, sem eftir lifðu.
DRAUMUR FRÆÐIMANNS
Þannig endaði sögnin um Ma-
sada. Virkið var látið molna niður
og er tímar liðu, varð það heiðrað
nafn í sögu Gyðinga. Það kynni að
hafa orðið aðeins það áfram, fjar-
lægt og hulið leyndardómi eins og
biblíuborgirnar Sódóma og Góm-
orra, ef maður nokkur, dr. Yigael
Yadin, prófessor í fornleifafræði við
hebreska háskólann í Jerúsalem,
hefði ekki sýnt þessu áhuga.
Yadin, sem nú er rólegur, 51 árs
Á þetta brot er letraö nafn ben Ya’irs.